Notalegur súpufundur:

Ég datt inn á fund með alþingismanni okkar í Suðurkjördæmi, Árna Johnsen hér á Höfn. Nauðsynlegt að starfsmenn okkar komi hér öðru hvoru og reyni að upplýsa okkur um hvað er í gangi í Kvosinni. Árna tókst vel upp eins og hans er vandi. Hann slær sig gjarnan til riddara á kostnað samstarfsfólks. Sem dæmi er hann búinn að bagsa við að girða upp um umhverfisráðherrann í rúmt ár en hún er víst með allt niður um sig ennþá svo kannske þykir Árna bara ágætt að hafa hana buxnalausa. Ég mætti víst alveg mátulega til að missa af niðurlægingu annars ráðherra sem er þó samflokksmaður Árna. Það er landbúnaðar og sjávarútvegsráðherrann, sá ráðherra sem við, hér á þessu svæði eigum hvað mest undir. Þar fór Árni með tölur úr fréttaveitu Suðurkjördæmis sem er Grétar Mar Jónsson, annar þingmaður okkar kjördæmis. Í stað þess að staðreyna bullið úr Grétari skirrist Johnsen ekki við að fleipra með upplýsingar en það er nú hans vandi og þess vegna getur hann aldrei orðið trúverðugur. Hann lét það út úr sér að starfsmenn Fiskistofu væru tvöhundruð talsins og stofnunin væri handónýt. Þetta er það sem Grétar Mar hefur tönnlast á síðan hann komst ekki lengur upp með kvótasvindl. Skil ekkert í Árna að tala ekkert um annarskonar réttarfar sem hann hefur kynnst betur af eigin raun. Starfsmannafjöldinn þar er örugglega honum hugleiknari en Fiskistofu. Fiskistofu þekkir Árni ekki hætis hót nema af afspurn og honum og öðrum til fróðleiks er mjög þægilegt að fara inn á vefinn Fiskistofa.is þar er beinlínis hægt að telja alla starfsmenn. Ég reyndi að leiðrétta Árna eftir að fundargestir bentu mér á þetta. Því miður misfór ég líka aðeins með tölur. Ég gleymdi að nú er komið undir Fiskistofu, eftirlit með lax og silungi þannig að í stað 84 eru núna starfandi 88 á Fiskistofu. Biðst ég velvirðingar á þessari missögn. Árni talaði aðeins um ESB umsókn. Hann orðaði möguleikana á umsókn einhvernveginn á þann vag að það væri í lagi að sækja um ef ESB hefði ekkert með umsókn okkar að gera. Við mundum semsagt ganga þarna inn eins og við ættum þetta allt saman skuldlaust og þyrftum ekkert tillit að taka til annarra þjóða. Þar er ég honum reyndar sammála meiningarlega þó kannske mætti orða þetta á penni hátt. Annars er súpan á Kaffi-Horninu alltaf mjög góð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband