15.12.2008 | 04:38
Og enn gefurún:
Sagði presturinn á hnjánum við dánarbeð ríku ekkjunnar.
Svipaða sögu er að segja af þessari, þeirri alvesölustu ríkisstjórn sem setið hefur hér síðan þjóðin fékk sjálfstæði. Hvað er nú uppi á teningnum? Talan 7 náttúrlega. Einhver tala sem alls ekki er til á sexhyrningi. Það var svo sem auðvitað að þessir lúsablesar veldu eitthvað sem alls ekki er til í raunveruleikanum. Það er að framkvæma að kröfu þjóðarinnar, koma sér burt úr stjórnarráðinu, gefa þjóðinni það í jólagjöf að kosið verði um miðjan febrúar.
Það þarf engan framboðsfrest. Jólafrí þingsins dugir til að skipa á lista. Það þarf enga framboðsfundi. Þeir hafa allir farið fram og hefðu mátt vera miklu færri og styttri.
Framboðsfundir þeirra stjórnarþingmannanna Lúðvíks og Illuga í ríkissjónvarpinu keyrðu algerlega um þverbak. Báðir þessir "rauðhausar" lentu í því að verða valdir að einhverri mestu hneisu sem þjóðin hefur upplifað. Hneisu sem 3 núverandi stjórnmálaflokkar hafa orðið valdir að. Já atbeini framsóknarflokksins er alls ekki gleymdur og mun sennilega aldrei gleymast vegna þess að sögulegar heimildir í nútímanum glatast ekki. Eygló Harðardóttir fyrrum Hlíðardalsmær frá Vestmannaeyjum mærir framsóknarflokkinn í grein í Fréttablaðinu um helgina. Þar mælist hún eindregið til að misgjörðir flokksins verði grafnar og gleymdar um aldur og ævi. Samvinnusjóðurinn, rausnarleg gjöf þjóðarinnar þar sem Búnaðarbankinn var færður flokksfélögum í gylltum umbúðum í skiptum fyrir Landsbankann til íhaldsins og ýmsir aðrir bitlingar sem þessi þokkahópur tók sér meðan hann hafði aðstöðu til.
Rauðhausarnir Lúðvík löglærði og Illugi hagspekingur "lentu" ábyggilega alveg óvart í því að bæði elta svindlarana í aðrar heimsálfur og loka sjáandi auganu fyrir bölinu sem var að dynja yfir þjóðina frá ársbyrjun 2008 og jafnvel lengur, líklega frá þeim tíma sem Þingvallastjórnin var mynduð. Það er mikið gefandi fyrir alla þessa löglærðu og hagvönu í þinginu. Þeir geta hvorki sett lög sem halda vatni né vindi, né séð dag fram í tímann hvað hagfræði varðar.
Niðurstaðan hlýtur því að verða sú að þessir háleistar hundskist út úr þinghúsinu og út úr stjórnarráðinu. Nú er ekki tími til að bæta silkihúfum oná hausinn á hauslausum her. Veljum okkur nýja forystu. FRAM TIL ATLÖGU. KJÓSUM OKKUR NÝJA FORYSTU UM MIÐJAN FEBRÚAR.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr, heyr. Uuu, hverja á að kjósa? Geta kratarnir unnið með einhverjum? Hverjir eru VG þóknanlegir í samstarf ? Geta þeir unnið yfirleitt með einhverjum ? Frjálslyndi flokkurinn getur ekki einu sinni unnið saman innan flokks. Viltu framsókn aftur?
Ég sé ekki hverjir ættu að taka við stjórnartaumunum en sammála þó að þetta er ekki gott eins og það er, Jóhanna má sín lítils, Geir hefur ekki stjórn á sínum mönnum, Össur er þarna fyrir slysni, eins og Lúðvík ,sem fór inn á þing sem afar óvæntur uppbótaþingmaður, varla bót að því, Björgvin vill en kann ekki.Hvar eigum við að fá fræðinga? Atvinnulausa fyrrum bankamenn?
Það er ekki hægt að hrúga bara einhverjum á lista, við kjósum ekki þannig, það veist þú nú sjálfur, líklega.
Við verðum að lifa með þessa kauna út tímabilið, allavega út næsta ár en krefjast þess að þeir vinni vinnuna sína með því að sýna þeim almennilegt aðhald.
Skiptum svo.
Kær kveðja- Helgi
HP Foss, 15.12.2008 kl. 18:14
Nei nei við þurfum ekkert að lifa með þessi ósköp út næsta ár. Við eigum fullt af hæfu fólki sem er ekki að gefa sig út fyrir að vera pólitíkusar en eru fyllilega fær um að reka ekki stærra fyrirtæki en ríkissjóð okkar. Meinið er helst þessi kunningja, ættingja og flokksbræðra fyrirgreiðsla sem viðgengist hefur hér svo lengi sem elstu menn muna. Eftir því sem bitarnir verða stærri reynist mönnum erfiðara að leyna því meðan þeir kjamsa á þeim. Ég vil þessa rugludalla út úr stjórnarráðinu og væri tilbúinn að taka undir annað lærið á einhverjum þeirra til að létta undir.
Hins vegar eigum við stjórnmálaafl sem er ekki gegnsýrt af þessum viðbjóði. Það eru náttúrlega Vinstri Grænir sem enn hafa ekki komið alvarlegar að þessum óskapnaði en að þegja eftirlaunaósómann í hel með hinum. Þar hefði ég viljað sjá að þingmenn VG leggðu fram frumvarp hvern einasta starfsdag þingsins um afnám þeirra laga.
Það er ekkert leyndarmál og hefur aldrei verið að ég kýs VG og sakna mikið Hjörleifs Guttormssonar af þingi. Þar fór fræðimaður sem flutti mál sitt með áherslum fræðimannsins, hvað sem andstæðingar hans og öfundarmenn segja.
Þórbergur Torfason, 15.12.2008 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.