Sagan öll.

Nú styttist í að hausar fjúki. Ég spái því að ríkisstjórninni endist ekki aldur til að skilja við. Sérkennilegt að hugsa til þess að hægt sé að drepast án þess að taka síðasta andvarpið. Svona virkar hópeflið stundum. Skemmtilegast við þennan dauðdaga verður að enginn sorg eða söknuður mun ríkja á byggðu bóli þessa lands. Þeir einu sem munu bera sorg í hjarta verða jólasveinarnir 12 í ríkisstjórninni og sá 13. í Seðlabankanum. Leiðinlegt að þurfa að upplýsa lítil börnin um það svona rétt fyrir jólin að það séu til raunverulegir jólasveinar, ekki með hvítt og sítt skegg heldur nauðrakaðir, sumum sprettur varla heldur grön en hafa í staðinn kolsvarta sál. Blessuð börnin sem trúðu því að eitthvað væri satt af öllu blaðrinu um góðærið og velsældina. Vandasmt verður fyrir okkur foreldra að útskýra afleiðingar lyganna og prettanna sem viðhöfð hafa verið. Glansmyndir á biðstofunum, falskt brosið á gamblernum, öll umræðan þessa dagana. Pabbi af hverju er alltaf verið að tala um hrun? Af hverju er alltaf verið að tala um sökudólga? Af hverju er alltaf verið að tala við sömu mennina í fréttatímunum? Einu skýringarnar sem ég get gefið er að þetta séu hinir nýju jólasveinar. Þeir léku útrásarvíkingana manstu, á sama tíma og spaugstofan var að gera grín að víkingasveitinni hans Bjössa bangsjólasveins en nú er verið að láta þá leika alvörujólasveina. Þess vegna segja þeir aldrei neitt af viti þannig hafa jólasveinar alltaf leikið, þykjast ekki mega segja hvar þeir eiga heima, þykjast ekki mega segja hvaðan þeir koma, þykjast ekki mega kjafta frá leyndarmálinu um allt milli himins og jarðar, það gæti skaðað hópinn og einhver gerður höfðinu styttri fyrir lausmælgi.

Það er sannarlega vandlifað með lyginni og prettunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband