Afskaplega skemmtilegar og gefandi athafnir!

Í gærkvöldi komst ég í þá skemmtilegu aðstöðu að horfa á sjónvarpsstöðina ÍNN. Þar sátu að spjalli, Þeir sem kalla sig heimastjórnina þeir Ingvi Hrafn, Hallur Hallsson, einhver Snæhólm (man ekki nafnið, sennilega Jón) og Ármann Kr. Ólafsson þingmaður og flokksbróðir þeirra félaga. Skemmst er frá að segja að Ingvi Hrafn, sem uppkomnir Íslendingar muna eftir sem einhvers mesta aðdáanda íhaldsins, gekk þannig frá þingmannsdruslunni að aldrei mun hann upp rísa að nýju sem þingmaður íhaldsins. Þetta er einhver sú kröftugasta jarðaför sem fram hefur farið ef undan er skilin fjöldagröfin sem tekin var fyrir framsóknaríhaldið fyrir síðustu kosningar. Það var alveg sama hvað manngarmurinn reyndi að krafsa sig og meðbræður sína í þinginu og aðra ábyrgðamenn fjármálaóreiðunnar upp úr þeirri djúpu gröf sem þeir hafa sjálfir mokað sig oní, alltaf mokaði Ingvi Hrafn yfir hann jafnharðan og þþað með dyggri aðstoð hinna tveggja. Það er virkilega ánægjulegt að sjá hreðjatakið sem Ingvi Hrafn og félagar hafa á flokksbræðrum sínum í þinginu. Ekki hefði mér þótt leiðinlegra að hafa þarna Geir sjálfan á pínubekknum hjá þeim.

Flott atriði Ingvi Hrafn meira af þessu. Það má alveg jarða íhaldið mikið hraðar. Það þarf að vera búið að syngja síðustu sálumessuna yfir þessu skítapakki fyrir mánaðarmótin febrúar, mars þegar við hinuir Íslendingar ætlum að kjósa nýtt þing.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Er hægt að sjá þetta einhversstaðar á netinu?

Víðir Benediktsson, 22.12.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Víðir ég held að INN finnist á netinu annars var ég í RVK og sá þetta þar fyrir tilviljun.

Þórbergur Torfason, 25.12.2008 kl. 19:25

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Bestu hátíðaróskir - G

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.12.2008 kl. 22:11

4 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Gleðileg jól og farsælt komandi ár Beggi minn. kv:Óli Gunn

Ólafur Gunnarsson, 26.12.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband