Hrokinn!

"Þegar mér hentar", er réttnefni þessarar ríkisstjórnar sem nú er að tætast í frumeindir. Utanríkisráðherrann og formaður hitakæru örveranna sletti þessu framan í þjóðina umbúðalaust í viðtali við fréttamann ríkissjónvarpsins rétt í þessu.

Virðingaleysi, virðingaleysi og aftur virðingaleysi fyrir þjóð sinni er það eina sem skín í gegn um þetta viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu.

Hún segir berum orðum að ekkert verði gert fyrr en henni og Geir hentar.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Nákvæmlega - ég tók eftir þessu.

Svona firring og hroki er bara til þess að skapa hér enn meiri reiði - en segir um leið allt sem segja þarf um þessa "vanhæfur ríkisstjórn".

Kallast þetta ekki að bera olíu á eldinn..?

Þór Jóhannesson, 25.1.2009 kl. 12:37

2 Smámynd: Kristján Logason

Svo segir mér fólk er þekkir að ef Ingibjörg sýnir hroka sem þennan þá se henni ekki sjálfrátt.

Ef svo er þá ber henni að víkja strax.

Er hægt að siigla skútu með stýrimann út á þekju?

Við erum þjóðin

Landið er okkar 

Kristján Logason, 25.1.2009 kl. 13:17

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....ingen kan segle forutan vind........

Hrönn Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 22:41

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Svo hef ég líka tekið eftir því að Geir treystir sér ekki til að stýra Sjálfstæðisflokknum en vandalaust að stýra þjóðarskútunni.

Þvílík dj. hræsni.

Þórbergur Torfason, 26.1.2009 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband