Gott svo langt sem það nær.

Iðrandi syndarar þyrpast í ræðustól alþingis. Krókódílatárin leka vægðarlaust niður á eðalviðinn. Þingritari hleypur linnulaust með snýtuklúta, oblátur og messuvín og þingforseti hefur ekki undan að taka við syndaaflausnum. Svo kemur einn vaðall sem ekkert hefur af sér gert nema það sama og hinir. Og takið eftir. Hann tekur ofan fyrir þeim sem víkja en sjálfur, nei ekki aldeilis. Sigurður Kári hefur ekki gert neitt rangt enda löglærður maður og veit öll sín takmörk enda ekki setið á þingi nema 1/3 þess tíma sem tók Íhaldið að koma þjóðinni hálfa leið til helvítis. En Sigurður Kári, nei hann hefur ekkert af sér gert. En ráðherrar Samfylkingar. Þeir eru sko sökudólgarnir enda höfðu þeir öll völd í síðustu ríkisstjórn. Þeir Réðu Seðlabankastjóana, Fjármálaeftirlitið, bankastjórana, bjuggu til útrásarliðið og hlóðu á það fé en ekki ætla þeir að víkja. Mikið skelfilega er þetta mannkerti hundleiðinlegt í ræðustól.  Þetta er sá sjálfumglaðasti eða eftir atvikum sá heimskasti sem fer upp í ræðustól alþingis og er gasprandi um öll heimsins mál nema það eitt að hann beri hina minnstu ábyrgð á stjórnsýslu Sjálfstæðisflokksins síðustu 6 ár sem er sú allra ömurlegasta sem þetta land hefur alið.

Ég legg til að Sjálfstæðisflokkurinn dragi sig í hlé og bjóði ekki fram í næstu kosningum. Það er eina afsökunin sem þjóðin getur tekið gilda.


mbl.is Sekt og sakleysi á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Greiði atkvæði með því!

....og er sammála þér um Sigurð Kára!

Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2009 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband