8.3.2009 | 23:04
Kolbrún inni að sjálfsögðu.
Auðvitað er Kolbrún áfram inni þó hún skipi 3. sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Vinstri hreyfingin Grænt framboð fær 3 menn kjörna í öllum kjördæmum í vor.
Fólk verður að átta sig á því hverjir velkostirnir eru. Vilja Reykvíkingar láta það spyrjast um sig og reyndar allir landsmenn, að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn "af því bara" eins og flestir þeirra svara núna. Telja Reykvíkingar og þá líka aðrir landsmenn það góðan kost að kjósa Framsóknarflokkin til að pota pabbastrák sem greiðir tugi milljóna í fjármagnstekjuskatt, inn á þing en flaggar því að hann skilji svo vel aðstæður þeirra sem eru atvinnulausir og hafi orðið fyrir því að bankasterfsmenn hafi rænt þá um hábjartan dag. Hvorugur kosturinn er samkeppnishæfur við Kolbrúnu Halldórsdóttur sem er einn alduglegasti þingmaður okkar eða, hvaða sitjandi þingmaður reykvíkinga annar hefur haft fyrir því að vinna heimavinnuna sína? Það er alveg ljóst að þingmenn Samfylkingar brugðust því hlutverki sínu meðan síðasta ríkisstjórn sat. Þeir gleyptu bara allt sem bankastjórarnir báru á borð fyrir þá og fyrir það munu þeir gjalda í kosningunum. Allir þessir þrír flokkar munu líka gjalda fyrir yfirhylmingu, og blekkingar gagnvart almenningi í kosningunum. Það vita allir landsmenn hvernig komið er fyrir mörgum þingmönnum þessara flokka. Sumir þeirra eru nú þegar búnir að hrökklast frá af sjálfsdáðun, aðrir eiga eftir að gera það í prófkjörum eins og t.d. Einar Már í NA-kjördæmi.
Það er ljóst að tími Kolbrúnar Halldórsdóttur er alls ekki liðinn.
Keik og stolt í sjötta sætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.