19.11.2009 | 02:56
Nú kastar tólfunum.
Fyrirgefið mér ágætir lesendur en hvað sjáum við hér? Það fyrsta sem ég hnýt um er sú ábending að við séum að borga eitthvað til Steingríms J eða Jóhönnu Sigurðardóttur. Maður spyr sig, hafa þau safnað öllum þessum óreiðuskuldum? eru þau að steypa okkur í eilíft skuldafen? Er það þeirra atgerfi sem kom okkur til helvítis í þess orðs fyllstu merkingu í fjármálaheiminum? Í hvaða tilvist lifir Hannes Hólmsteinn Gissurarson? Hvað er það sem fær´ann til að birta svona óþverra? Ég sem hélt svo sannarlega að Hannes væri vandaðri að virðingu sinni en svo að hann léti nappa sig á sprúttsölu. Að sjálfsögðu er það rétt hjá Hannesi og öðrum sem einhverntíman hafa þurft að borga eitthvað sem heitir "gjöld til samfélagsins" að það tekur í, sérstaklega ef maður á ekki börn, foreldra í hópi eldri borgara eða yfirleitt neinn sem manni þykir eitthvað annt um í þessu þjóðfélagi. Hannes er einn af örfáum Íslendingum sem "aldrei og þá meina ég aldrei" hefur á sinni lífsfæddri ævi hefur þurft að sjá fyrir sér sjalfur. Um leið og hann sleppti pilsfaldi móður sinnar, komst hann á spenann hjá því opinbera og þar hefur hann hangið síðan eins og úlfshvolpur og sopið drjúgum, jafnvel drjúgum meira en ég sem er þó opinber starfsmaður líka. Þarna ætla ég að leggja starf mitt að veði þó Árna Jónsen þyki lítð til þess koma og leggi það að jöfnu við starf 24. þingmanna.
Óskynsamlegar skattahækkanir
Þegar menn greiða helming teknanna af viðbótarvinnu sinni í skatt, dregur úr löngun þeirra til að bæta við sig vinnu. Flestir menn hafa meiri áhuga á að vinna fyrir sig og fjölskyldu sína en fyrir Steingrím J. Sigfússon og Jóhönnu Sigurðardóttur. En um leið og skatttekjur lækka, verður minna afgangs til að fullnægja þeim þörfum, sem ríkið vill sinna, til dæmis kjarabótum til þeirra, sem geta ekki bjargað sér sjálfir.
Bestu dæmin um langtímaáhrif skattahækkana eru fólgin í samanburði á Sviss og Svíþjóð, sem Victoria Curzon-Price, prófessor í hagfræði í Genf, gerði eitt sinn á ráðstefnu á Íslandi. Í Sviss námu skattar um 30% af landsframleiðslu fyrir það ár, sem Curzon-Price tók dæmi af, og þar voru skatttekjur á mann þá um eitt þúsund Bandaríkjadalir. Í Svíþjóð námu skattar um 60% af landsframleiðslu þetta sama ár, og skatttekjur á mann voru þá svipaðar og í Sviss, um eitt þúsund Bandaríkjadalir á mann. Þetta sýnir það, að lítil sneið af stórri köku getur verið jafnstór og stór sneið af lítilli köku.
Ég skrifaði grein í 43. tölublað Vísbendingar um ýmis ósýnileg, en þó raunveruleg áhrif stighækkandi tekjuskatts, og í 45. tölublaði, sem er nýkomið út, skrifa ég um skattleysismörkin, sem eru miklu hærri á Íslandi en víðast annars staðar. Ég held, að lögmál skatta séu þrenn og öll brotin af þeim óheillakrákum, sem nú voma yfir stjórnarráðinu:
- Lítil sneið af stórri köku getur verið stærri en stór sneið af lítilli köku.
- Gæsirnar, sem varpa gulleggjunum, eru flestar fleygar.
- Um skatta gildir hið sama og búskap, að rýja á sauðféð, en ekki flá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hélt nú bara Beggi minn að hinir firrtu frjálshyggjupostular héldu sig undir sæng með breitt upp fyrir haus, en líklega hafa þeir ekki einu sinni vit til þess. Það væri nú að minnsta kosti í lagi að gá til veðurs áður en skriðið er undan sænginni og gægst fyrir hornið!
Ingimundur Bergmann (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 04:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.