26.11.2009 | 23:08
Eðlilegt sjónarmið í ljósi þess embættis sem maðurinn situr í.
![]() |
Betur sett utan ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2009 | 20:41
Vonandi frystir einhverntíman í vetur Jóhanna.
Svo sannarlega vona ég að einhverntíman frysti á þessum vetri annað væri mjög óeðlilegt. Höfum við Íslendingar ekki upplifað nóg af "óvenjum" upp á síðkastið? Jóhanna og ef til vill Steingrímur líka, syrgja það að við skulum ekki geta skuldsett okkur enn meir en komið er. Er ekki komið andskotans nóg af fíflagangi í bráðina? Mér sýnist okkur nægja sú skuldsetning sem búið er að hella yfir þessa þjóð, allavega í bili.
Ennþá er verið að bögglast við að koma bankaóreiðunni í skil. Það hlýtur öllum að vera það ljóst að skynsamlegast hefði verið að láta gömlu bankana fara í gjaldþrotameðferð. Það sem er búið að vera að gera er einfaldlega að leita, leita og leita að enn frekari skuldum fyrir okkur að greiða.
Hvað gerist þegar fyrirtæki sem rekið er á eigin kennitölu fer í þrot og er þar með tekið til gjaldþrotaskipta? Venjan er að leitað er eftir hvað er til skiptanna innan þrotabúsins. Því er síðan skipt eftir einhverjum fyrirfram ákveðnum leikreglum. Hvers vegna var þetta ekki gert með þessa svokölluðu einkabanka? Til hvers var verið að einkavæða þá? Er von á því að skólar sem eru einkareknir endi oní vasa mínum í leit að ló eða aurum til a soga þaðan uppúr þegar rekstraraðilinn er búinn að spila rassinn úr buxunum?
Aldrei, aldrei hefði mér dottið í hug að ég þyrfti að standi frammi fyrir því a reka mörg þrotabú í einu, þrotabú sem hefðu verið í einkarekstri.
Er verið að fara þessa leið vegna þess að þeir sem fengu reksturinn í sínar hendur hafa aldrei greitt einn einast eyri fyrir þessi fyrirtæki og er þá litið svo á að þetta sé allt á ábyrgð mína vegna þess að fífl og fábjánar léku lausum hala hér síðustu 20 árin í stjórnsýslunni?
Hvaða andskotan vinnubrögð eru hér viðhöfð? Er það mér að kenna að spilafíkill hafði rangt við? Þessi náungi er ekkertt skyldur eða tengdur mér. Ég bara neita að taka nokkra ábyrgð á honum eða þeim. Ég hef aldrei þekkt þessa menn, ég hef aldrei gengið í ábyrgð fyrir þessa menn, ég var ekki einu sinni spurður hvort ég vildi ábyrgjast gerðir þessara sjúklinga.
Þeir sem spiluðu við borðið með þessu glæpahyski geta tekið ábyrgð á þeim það ætla ég mér ekki að gera.
Ég afþakka gott boð. Ég er hins vegar algerlega tilbúinn að mæta með keyrið og húðstrýkja þessa fáráðlinga sem enn eru í afneitun þangað til þeir biðjast vægðar og lofa að koma með nokkra hjólbörufarma af seðlum til að lagfæra slagsíðuna á fyrirtækjunum sem þeim voru rétt upp í hendurnar fyrir ekki neitt.
Það er ekki hægt að segja annað en "vei ykkur Sjálfstæðis og Framsóknarhálfmenni".
![]() |
Frostavetur falli Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2009 | 01:39
Rosalegar tölur.
Maður verður skít logandi hræddur að heyra á hverju við getum átt von. Getur verið að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, getur verið að þetta fólk og þeirra fjölskyldur séu alveg sárasaklaus af öllu sem viðkemur þessari skelfingu sem er verið að veifa framan í okkur. Einhern andskotan fóru fjármunirnir, ekki til eða þín en eitthvað. Eða voru kannske aldrei neinir peningar í leiknum. Voru þetta bara blaðabunkar með tölum en ekki seðlabúnt. Jú vissulega voru seðlabúnt á báða bóga, sparifjáreigiendur erlendis komu með hjólbörufarma og lögðu inn hjá þessum snillingum. Þessir sömu snillingar tóku út heilu hjólbörufarmana af seðlabúntum í bönkunum sínum hérlendis. Hvað gerðu þeir við alla þessa peninga, átu þeir þá? Eru þessir peningar bara horfnir sísvona? Væri kannske nær að almenningur tæki sig til og græfi upp lóðirnar umhverfis hús þessara snillinga í leit að seðlabúntum frekar en að auðkenna húsin þeirra með rauðri málningu.
Ágæti lesandi. Hvað finnst þér að eigi að bíða lengi með að hengja þessa snillinga upp á löppunu og rasskella þá opinberlega? Norðmenn heimta piparkökuhermdarverkamenn í gapastokk, hvað eigum við að gera við ótínda þjófa og siðblinda fjárglæframenn sem eru búnir að gjöreyðileggja orðspor Íslands og Íslendinga? Kannske gapastokkur væri lausn?
Allavega, skuldadagur hlýtur að vera runninn upp.
![]() |
Vilja Icesave aftur í nefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2009 | 00:04
Greiðslujöfnun.
Gott og vel þetta er greiðslujöfnun og greiðslujöfnun skal hún heita. Hún er bundin greiðslugetu skuldara samkvæmt því hvernig launaþróun verður. Það gleymist hins vegar alveg að útskýra það hvernig hún breytist gagnvart skuldastöðu einstaklingsins að öðru leyti. ÞAð er ekkert sem bannar viðkomandi að slá lán og auka sína greiðslubyrði út í hið óendanlega. Mér finnst þessi aðferð eiginlega dæma sig sjálf.
Hvað með okkur sem erum rétt að byrja að greiða af okkar lánum. Ég er búinn með 2 ár af 40 ára láni og fer á eftirlaun ????. Hvar stend ég þá. Ég sé í hendi mér að ég lækka í launum þegar þar að kemur. Verður tekið tillit til þess? Ég spyr, getur einhver svarað því?
19.11.2009 | 02:56
Nú kastar tólfunum.
Fyrirgefið mér ágætir lesendur en hvað sjáum við hér? Það fyrsta sem ég hnýt um er sú ábending að við séum að borga eitthvað til Steingríms J eða Jóhönnu Sigurðardóttur. Maður spyr sig, hafa þau safnað öllum þessum óreiðuskuldum? eru þau að steypa okkur í eilíft skuldafen? Er það þeirra atgerfi sem kom okkur til helvítis í þess orðs fyllstu merkingu í fjármálaheiminum? Í hvaða tilvist lifir Hannes Hólmsteinn Gissurarson? Hvað er það sem fær´ann til að birta svona óþverra? Ég sem hélt svo sannarlega að Hannes væri vandaðri að virðingu sinni en svo að hann léti nappa sig á sprúttsölu. Að sjálfsögðu er það rétt hjá Hannesi og öðrum sem einhverntíman hafa þurft að borga eitthvað sem heitir "gjöld til samfélagsins" að það tekur í, sérstaklega ef maður á ekki börn, foreldra í hópi eldri borgara eða yfirleitt neinn sem manni þykir eitthvað annt um í þessu þjóðfélagi. Hannes er einn af örfáum Íslendingum sem "aldrei og þá meina ég aldrei" hefur á sinni lífsfæddri ævi hefur þurft að sjá fyrir sér sjalfur. Um leið og hann sleppti pilsfaldi móður sinnar, komst hann á spenann hjá því opinbera og þar hefur hann hangið síðan eins og úlfshvolpur og sopið drjúgum, jafnvel drjúgum meira en ég sem er þó opinber starfsmaður líka. Þarna ætla ég að leggja starf mitt að veði þó Árna Jónsen þyki lítð til þess koma og leggi það að jöfnu við starf 24. þingmanna.
Óskynsamlegar skattahækkanir
Þegar menn greiða helming teknanna af viðbótarvinnu sinni í skatt, dregur úr löngun þeirra til að bæta við sig vinnu. Flestir menn hafa meiri áhuga á að vinna fyrir sig og fjölskyldu sína en fyrir Steingrím J. Sigfússon og Jóhönnu Sigurðardóttur. En um leið og skatttekjur lækka, verður minna afgangs til að fullnægja þeim þörfum, sem ríkið vill sinna, til dæmis kjarabótum til þeirra, sem geta ekki bjargað sér sjálfir.
Bestu dæmin um langtímaáhrif skattahækkana eru fólgin í samanburði á Sviss og Svíþjóð, sem Victoria Curzon-Price, prófessor í hagfræði í Genf, gerði eitt sinn á ráðstefnu á Íslandi. Í Sviss námu skattar um 30% af landsframleiðslu fyrir það ár, sem Curzon-Price tók dæmi af, og þar voru skatttekjur á mann þá um eitt þúsund Bandaríkjadalir. Í Svíþjóð námu skattar um 60% af landsframleiðslu þetta sama ár, og skatttekjur á mann voru þá svipaðar og í Sviss, um eitt þúsund Bandaríkjadalir á mann. Þetta sýnir það, að lítil sneið af stórri köku getur verið jafnstór og stór sneið af lítilli köku.
Ég skrifaði grein í 43. tölublað Vísbendingar um ýmis ósýnileg, en þó raunveruleg áhrif stighækkandi tekjuskatts, og í 45. tölublaði, sem er nýkomið út, skrifa ég um skattleysismörkin, sem eru miklu hærri á Íslandi en víðast annars staðar. Ég held, að lögmál skatta séu þrenn og öll brotin af þeim óheillakrákum, sem nú voma yfir stjórnarráðinu:
- Lítil sneið af stórri köku getur verið stærri en stór sneið af lítilli köku.
- Gæsirnar, sem varpa gulleggjunum, eru flestar fleygar.
- Um skatta gildir hið sama og búskap, að rýja á sauðféð, en ekki flá.
6.11.2009 | 22:07
Að vel athuguðu máli!
Hef ég tekið þá ákvörðun að afþakka ölmusu Félagsmálaráðuneytisins.
Ég hef líka tekið þá ákvörðun að afþakka skattahækkun Fjármálaráðuneytisins.
Að lokum hef ég líka tekið þá ákvörðun að afþakka greiðsluþáttöku fyrir Utanríkisráðuneytið vegna samningsumleitana við að ganga í Evrópusambandið.
Ég sem sagt vil bara fá að vera í sæmilegum friði fyrir handkrukkurum í mín fjármál á þeim nótum sem boðuð eru.