18.2.2009 | 17:20
Alheimur í startblokkunum.
Mikið hefði nú verið gaman ef allur þessi mikli fjöldi fólks hefði líka verið svona fljótur að láta í sér heyra þegar Ísraelar voru að fjöldamyrða borgarana á Gaza um daginn. Mikil helvítis helgislepja er nú þetta annars. Segi ekki að einn eða tveir séu búnir að senda tölvupóst en örugglega ekki einn einasti túristi sem búinn er að bóka ferð hingað.
![]() |
Lýsir yfir miklum vonbrigðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2009 | 14:56
Annar undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar:
Ánægjulegt að sjá hve margir hafa skoðun á meðferð aflaheimildanna. Væri ekki ráð að kanna hugi fólks til kvótakerfis almennt, í landbúnaði, mengun og öllum hugsanlegum hlutum sem hægt er að kvótasetja.
Hún leynist víða matarholan.
![]() |
61% vilja innkalla kvótann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2009 | 17:03
Það sem koma skal.
Þetta mun virka mjög hvetjandi fyrir fólk að mæta á kjörstað og raða sjálft upp sínum óskalista.
![]() |
Persónukjör í kosningunum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2009 | 00:43
Viðskiptafræðingar og aðrir með Háskólamenntun.
![]() |
Erlendar skuldir þjóðinni ofviða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2009 | 23:48
Kröfur úr öllum áttum.
Hvernig ætli standi á því að ekki finnst nægilegt magn af loðnu svo Hafró geti gefið skotleyfið?
Getur verið að viðvarandi ofveiði síðan á áttunda áratugnum sé ástæðan?
Hvað er að gerast í Barentshafi?
Er göngumynstur loðnunnar orðið gjörbreytt?
Ég held að "hagsmunaaðilar" sem eru ekki eingöngu yfirmenn á uppsjávarveiðiskipaflota Vestmannaeyinga verði bara að þreyja þorrann ásamt öllum öðrum landsmönnum.
Ef til vill þurfa menn að líta sér nær þegar gefnar eru út yfirlýsingar í milljónatugum. Hvernig er til dæmis með fullvinnslu bolfiskafla?
Mér svona datt þetta í hug.
![]() |
Vilja hefja loðnuveiðar strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2009 | 11:44
Landsbankasvindlið á Spáni teygir sig til Cote d´Azur
Landsbankasvindlið á Spáni teygir sig til Cote d´Azur
Landsbankasvindlið á Spáni teygir nú anga sína yfir Cote d´Azur leikvöll þeirra frægu og ríku í suðurhluta Frakklands. Fjallar er um málið á vefsíðunni euroweekly.com.
Eins og fram kom hjá Fréttastofunni fyrir áramótin er töluverður fjöldi breskra ellilífeyrisþega á Spáni, einkum Costa Blanca og Marbella í málaferlum gegn Landsbankanum í Luxemburg þar sem þeir telja að bankinn hafi staðið að fjársvikum með því að bjóða þeim upp á sérstakt fjárfestingarverkefni sem bankinn sagði 100% öruggt og án áhættu. Afleiðingarnar eru að Bretarnir eru margir að missa húseignir sínar á Spáni.
Verkefnið gekk út á það að fólkið veðsetti eignir sínar á Spáni og fékk 1/4 af láninu í peningum til sín en 3/4 fór í fjárfestingarasjóð á vegum Landsbankans og átti ávöxtun sjóðsins að standa undir afborgunum og vöxtum af viðkomandi láni.
De la Cruz lögmaður Bretanna á Costa Blanca segir að eftir að hafa lesið yfir þá samninga sem bresku ellilífeyrisþegarnir gerðu við Landsbankann í Luxemburg kemur í ljós að fólk hefur greinilega verið svikið og blekkt illilega.
Sem dæmi nefnir hann að í samningnum komi fram að viðkomandi þurfi ekki að greiða erfðaskatt en slíkar alhæfingar fást ekki staðist skv. spænskum skattalögum. Einnig nefnir hann að Landsbankinn hafi ekki haft starfsleyfi á Spáni og að þetta fjárfestingarverkefni bankans brjóti gegn spænskum lögum og reglum.
Samkvæmt frásögn euroweekly.com hafa kröfuhafar í þrotabú Landsbankans í Luxemborg nú fengið leyfi til að taka yfir fasteignatryggingarnar á Spáni. Þar með sitja yfir hundrað breskir ellilífeyrisþegar í súpunni með skuldir upp á samtals 40 milljónir evra eða tæpleg 6 milljarða kr..
Jafnframt greinir vefsíðan frá því að svipað mál sé nú í uppsiglingu á Cote d´Azur þar sem bankinn bauð upp á svipaða samninga og á Spáni.
Er ekki orðið tímabært að loka þessa andskota inni í ótiltekinn tíma.
Það er ekki verjandi að þessir menn gangi lausir.
10.2.2009 | 10:55
Ólafur í heimspressunni enn og aftur.
![]() |
Orðum forsetans slegið upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2009 | 09:47
Söguskýring Guðmundar Andra.
Ég sé að Guðmundur Andri er með pistil í Fréttablaðinu í gær. Þar fjallar hann aðeins um einu von íslenskra auðmanna um sáluhjálp. Það er nú svo sem ágætt að reyna að leiðbeina þessum villuráfandi skítblönku ölmusumönnum en einhvernveginn finnst mér nú GAT snú dæminu á haus.
Í stað þess að lesa sér til í fornsögunum, fara á námskeið hjá Vilhjálmi Bjarnasyni, læra klæki Íslands-Bersa og skila svo "auðnum", mundi ég eindregið mælast til að þeir byrjuðu á að skila ef einhverju er að skila, færu svo á öll þau námskeið sem í boði eru. Síðan mættu þeir spreyta sig, bara ekki hér á landi nema þá með handverkfærum.
10.2.2009 | 00:17
Áfram með smjörið Sigurðu Kári.
![]() |
Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2009 | 14:23
Sjálfstæður Seðlabanki?
Þetta kallast víst ritstuldur en þegar menn gapa eins og uxar án þess að hugsa eða geta hreinlega ekki hugsað sjálfstætt, er nauðsynlegt að grípa í taumana.
Þessi Gísli Freyr er með sérkannilega sjálfstæðan hugsunahátt. Það er ekki l iði ár síðan Seðlabankastjóri fyrirheitnalandsins, Bandaríkjanna var rekinn.
Samkvæmt fréttum hefur Ingimundur Friðriksson, einn þriggja Seðlabankastjóra beðist lausnar úr starfi eftir að Jóhanna Sigurðardóttir, núverandi forsætisráðherra sendi bankastjórunum ósvífið bréf þar sem hún fór þess á leit við þá að þeir segðu upp störfum.
Gott og vel. Það er að mörgu leyti skiljanlegt að Ingimundur vilji ekki sitja undir pólitískum árásum og kjósi því að biðjast lausnar. Hann hefur örugglega ekki séð fyrir sér, þegar hann var skipaður seðlabankastjóri, að stjórnmálaleiðtogar myndu ráðast á hann persónulega vegna haturs þeirra í garð Davíðs Oddssonar.
Ingimundur uppfyllir reyndar nýjar kröfur Jóhönnu um seðlabankastjóra, þ.e. hann er með masterspróf í hagfræði og hefur reynslu að alþjóðlegri fjármálastarfssemi.
Í hótunarbréfi Jóhönnu kemur hvergi fram hvað seðlabankastjórarnir (nú eða Seðlabankinn sjálfur) hafa til saka unnið sem gerir þeim nauðsynlegt að víkja úr starfi.
Það hlýtur að vera einsdæmi í vestrænu frjálsu lýðræðisríki að ráðherrar eða ríkisstjórn ráðist á embættismenn seðlabanka með þeim hætti sem gert hefur verið. Með sama hætti hlýtur það að vera einsdæmi að forsætisráðherra lands sendi seðlabankastjóra/stjórum bréf þar sem þeir eru beðnir um að segja upp störfum.
Í bréfinu fræga (sem var afhent fjölmiðlum eins furðulegt og það er) kemur sem fyrr segir ekkert fram um vanhæfni bankastjóranna sem geri það að verkum að þeir geti ekki sinnt starfi sínu með viðunandi hætti. Þá er heldur ekki bent á atvik (í eintölu eða fleirtölu) sem gerir þá brotlega eða óhæfa til að sinna starfinu.
Ef forsætisráðherra vill losna við bankastjórana á hún einfaldlega að segja þeim upp störfum. Hins vegar veit hún að hún getur það ekki þar sem slík uppsögn væri ólögleg og myndi líkast til aldrei standast fyrir dómi. En ef hún telur að þeir hafi brotið af sér í starfi eða sinnt starfi sínu illa hlýtur hún að geta fært rök fyrir því fyrir dómsstólum.
En burtséð frá því öllu saman hlýtur það að vekja upp spurningar almennt um sjálfstæði og starfssemi Seðlabankans þegar ráðist er á æðstu stjórnendur hans með þessum hætti.
Hvernig myndi það líta út á alþjóðavettvangi ef ljóst væri að Seðlabankinn væri ekki sjálfstæður? Hvernig lítur það út ef stjórnmálamenn geta ráðið og rekið bankastjóra eftir pólitískum vindum hverju sinni? Myndi það auka traust á fjármálakerfið?
Og stóra spurningin; hvað var það nákvæmlega sem Seðlabankinn gerði rangt í aðdraganda hrunsins í október? Ég hef ekki heyrt neinn benda á það. Auðvitað er peningamálastefnan ekki hafi yfir gagnrýni og það sama gildir með verðbólgumarkmiðið en þarf Alþingi þá ekki að breyta lögunum um starfssemi bankans?
Í þessu samhengi er rétt að minna á að Samfylkingin sá sig knúna til að kljúfa ríkisstjórn og mynda nýjar þar sem þeim fannst, að eigin sögn, verkstjórn Geirs H. Haarde ekki nógu góð.
Nú er nýja ríkisstjórnin næstum því viku gömul og öll vikan hefur farið í þetta mál. Ætli heimilin í landinu horfi fram á bjartari tíma þó skipt verðu um stjórn í Seðlabankanum? Nú eða þegar ríkisstjórnin eyðir öllum sínum kröftum í þetta einstaka mál?