24.3.2009 | 22:47
Fargjaldagreiðslur.
Í mars í fyrra héldu formenn stjórnarflokkanna líka í sérstaka ferð til Danmerkur og Bandaríkjanna til að verja íslensku bankanna og sannfæra efasemdamenn um styrk þeirra. Jóhanna segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde verði sjálf að svara fyrir ábyrgðina á þeirri ferð, þau hafi tekið ákvörðun um að gera þetta með þessum hætti.
Maður hlýtur að álykta sem svo að þarna sé um mútur að ræða frá íslensku fjármálastofnunum. Það er orðið mjög margt sem bendir til þess að íslenskir banka og fjármálamenn hafi verið orðnir svo spilasjúkir að þeir hafi blindir, lagt allt að veði til að geta haldið áfram að renna seðlunum í rifuna á spilakassanum.
Hvernig dettur fávísum íslenskum pólitíkusum í hug að ætla að reyna að sannfæra fjármaálaheiminn um eitthvað sem hann hefur ályktað sem hættuástand eða jafnvel eitthvað enn alvarlegra. Þar er varla neitt annað á ferðinni en svæsnustu mútur.
![]() |
Sögðu eitt - gerðu allt annað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 18:35
Haldið í:
Ef eitthvað er að marka þessa könnun, er magnað hvað margir eru enn í afneitun og styðja spilafíkla íhaldsins.
Er þetta meðaumkvun, blinda eða eru þetta starfandi stuðningsfulltrúar á launum?
Maður spyr sig. Ég hef ekki orðið var við svona marga sýkta undanfarið.
![]() |
Ný könnun: Stjórnarflokkarnir fengju meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 16:48
N'u er krataplott í gangi.
![]() |
Biðin eftir Jóhönnu á enda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2009 | 23:15
Nei segi ég.
Álver í Helguvík! Er hér verið að tala um framkvæmd sem verður, eins og allt bendir til, minnisverði um stórhug en enga framsýni. Höfum við Íslendingar virkilega ekkert lært? á að fara með fyrirtæki í þjóðareign í nauðasamninga um verð á raforku enn og aftur? Hvernig stendur á því að þessi litli útblásni vindbelgur, "Iðnaðarráðherra þjóðarinnar", kemst upp með þvílík afglöp?
Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að yfir okkur var dempt 15% hækkun á flutningi raforku. Ég þori ekki að fullyrða að þessi ósköp hafi dunið yfir alla en þau dundu yfir mig og ég er landsbyggðarmaður og hef fengið nóg, nóg, nóg af að borga fyrir spilavítisvist Reykvíkinga og nágranna. Til að hífa þessar manndruslur upp úr svaðinu á að hnoða einu álverinu enn og það á Suð-vesturhornið. Hvaða andskotans heimskupör eru þetta eiginlega? Er ekki orðin nein vitglóra í hausnum á þessu fólki sem vélar um þjóðmálin yfir höfuð?
Við hljótum að geta fundið eitthvað skynsamlegra til framdráttar Suðurnesjamönnum en álver sem gerir ekkert annað en leggja þungaskatt á, ekki bara afganginn af þjóðinni heldur Suðurnesjamenn líka.
![]() |
Hafna stjórnarfrumvarpinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2009 | 22:57
Hið ómögulega.
![]() |
Bill Gates aftur ríkastur - Björgólfur í 701. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.3.2009 | 16:43
Stöðugt málþóf.
Hverjum dettur í hug að tala um Evrópusambandið í þinginu akkúrat núna. Nær væri að tala um fyrri heimsstyrjöldin.
Í afstöðu gagnvart Evrópusambandinu erum við Pétur Blöndal hjartanlega sammála. Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri Pétur flytja óaðfinnanlega ræðu í þinginu.
Batnandi mönnum er best að lifa.
Hvort skyldi það eiga við hann eða mig?
![]() |
Ný ríkisstjórn um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2009 | 10:53
Hennar er völin.
![]() |
Beðið eftir Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2009 | 23:04
Kolbrún inni að sjálfsögðu.
Auðvitað er Kolbrún áfram inni þó hún skipi 3. sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Vinstri hreyfingin Grænt framboð fær 3 menn kjörna í öllum kjördæmum í vor.
Fólk verður að átta sig á því hverjir velkostirnir eru. Vilja Reykvíkingar láta það spyrjast um sig og reyndar allir landsmenn, að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn "af því bara" eins og flestir þeirra svara núna. Telja Reykvíkingar og þá líka aðrir landsmenn það góðan kost að kjósa Framsóknarflokkin til að pota pabbastrák sem greiðir tugi milljóna í fjármagnstekjuskatt, inn á þing en flaggar því að hann skilji svo vel aðstæður þeirra sem eru atvinnulausir og hafi orðið fyrir því að bankasterfsmenn hafi rænt þá um hábjartan dag. Hvorugur kosturinn er samkeppnishæfur við Kolbrúnu Halldórsdóttur sem er einn alduglegasti þingmaður okkar eða, hvaða sitjandi þingmaður reykvíkinga annar hefur haft fyrir því að vinna heimavinnuna sína? Það er alveg ljóst að þingmenn Samfylkingar brugðust því hlutverki sínu meðan síðasta ríkisstjórn sat. Þeir gleyptu bara allt sem bankastjórarnir báru á borð fyrir þá og fyrir það munu þeir gjalda í kosningunum. Allir þessir þrír flokkar munu líka gjalda fyrir yfirhylmingu, og blekkingar gagnvart almenningi í kosningunum. Það vita allir landsmenn hvernig komið er fyrir mörgum þingmönnum þessara flokka. Sumir þeirra eru nú þegar búnir að hrökklast frá af sjálfsdáðun, aðrir eiga eftir að gera það í prófkjörum eins og t.d. Einar Már í NA-kjördæmi.
Það er ljóst að tími Kolbrúnar Halldórsdóttur er alls ekki liðinn.
![]() |
Keik og stolt í sjötta sætinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2009 | 02:12
Heppileg tenging.
Ástæðan fyrir því að ég tengi mig við þessa aumu upphrópun er ekki sú að ég ætli á nokkurn hátt að fjalla um hana. Heldur er ástæðan sú að mér sýnist nauðsynlegt að gerast taglhnýtingur ef á að fá athygli. Ekki taglhnýtingur stuttbuxnastráka með allt á hælunum, heldur bara semsagt þetta sem boðið er uppá "blogga um frétt".
Samt vil ég byrja á því að segja að hvort sem 1 eða 1,5 milljarður er notaður í stjórnlagaþing mega Íslendingar ekki gleyma að þessi náungi sem myndin er af, lofsöng það mánuðum og árum saman að eyða samsvarandi upphæð í brölt um að komast í ÖRYGGISRÁÐIÐ hið eina sanna án þess að geta á nokkurn hátt gert grein fyrir kostnaði. Dæmigerður málflutningur vitstola manns sem er að hverfa af sjónarsviðinu.
Nei nei ástæðan fyrir því að ég kúplaði inn og fór á hæga ferð áfram var sú að ég var að fletta Mogga föstudagsins. Á fyrstu innsíðu er frétt um skoðanakönnun þar sem kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur. Einhverntíman hefði þessi frétt prýtt forsíðu þessa blaðs en sökum þess hve munurinn er lítill er kosið að fela vandamálið. Það er nefnilega vandamálið sem hefur verið svo erfitt að leysa undanfarin ár. Það er vandamálið með Sjálfstæðisflokkinn. Engum dylst hvernig stjórntökin hafa verið í brælunni síðustu ár. Ég verð að skreyta mál mitt með ofurlitlu sjómannamáli. Ekki það að ég sé sjómaður heldur frekar vegna þess hve málskrúð lýsenda vandans hafa verið fáfengileg. "Brim og boðar".
Svo virðist sem álitsgjafar séu sammála um að hækka þurfi skatta. Það má hækka skatta á ýmsan hátt en sé verið að tala um beina hækkun tekjuskatts, verður það alltaf mismunun nema skattareglum verði breytt mikið.
Á bls. 14 kemur svo það bitastæðasta í pínulítilli smáklausu. Það er um niðurfellingu eftirlaunalaga æðstu embættismanna ríkisins. Þetta ætti auðvitað að vera feitletruð forsíðufrétt. Ég vona að nýir eigendur þessa blaðs breyti áherslum frétta á þann veg að góðu fréttirnar prýði forsíður jafnt sem slæmu fréttirnar.
Á bls. 23 er grein sem Sigurður Kári Kristjánsson ein helsta vonarstjarna frjálshyggjunnar ritar. Ég nenni ekki einu sinni að lesa hana.
Það skondnasta er á baksíðunni. ÞAr er mynd af sjálfum Bruce Willis tekin í slippnum í Reykjavík. ÞAr segir, "hlýða kalli Kristjáns". Sem sagt til í slaginn Bruce.
![]() |
Stjórnlagaþing fyrir 1,5 milljarða? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 12:06
Greiningadeildin.
![]() |
ASÍ: Ný ríkisstjórn fái umboð til ESB viðræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |