Lánastofnanir koma víða við.

Það væri fróðlegt að fá upplýst hvað Icelandair Group, fjárvana fyrirtæki greiðir stjórnarmönnum fyrir að sitja þar og hvað hafi verið greitt fyrir stjórnarsetur hjá þessu félagi til þessa.
mbl.is Lánastofnanir ráða Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott svo langt sem það nær.

Iðrandi syndarar þyrpast í ræðustól alþingis. Krókódílatárin leka vægðarlaust niður á eðalviðinn. Þingritari hleypur linnulaust með snýtuklúta, oblátur og messuvín og þingforseti hefur ekki undan að taka við syndaaflausnum. Svo kemur einn vaðall sem ekkert hefur af sér gert nema það sama og hinir. Og takið eftir. Hann tekur ofan fyrir þeim sem víkja en sjálfur, nei ekki aldeilis. Sigurður Kári hefur ekki gert neitt rangt enda löglærður maður og veit öll sín takmörk enda ekki setið á þingi nema 1/3 þess tíma sem tók Íhaldið að koma þjóðinni hálfa leið til helvítis. En Sigurður Kári, nei hann hefur ekkert af sér gert. En ráðherrar Samfylkingar. Þeir eru sko sökudólgarnir enda höfðu þeir öll völd í síðustu ríkisstjórn. Þeir Réðu Seðlabankastjóana, Fjármálaeftirlitið, bankastjórana, bjuggu til útrásarliðið og hlóðu á það fé en ekki ætla þeir að víkja. Mikið skelfilega er þetta mannkerti hundleiðinlegt í ræðustól.  Þetta er sá sjálfumglaðasti eða eftir atvikum sá heimskasti sem fer upp í ræðustól alþingis og er gasprandi um öll heimsins mál nema það eitt að hann beri hina minnstu ábyrgð á stjórnsýslu Sjálfstæðisflokksins síðustu 6 ár sem er sú allra ömurlegasta sem þetta land hefur alið.

Ég legg til að Sjálfstæðisflokkurinn dragi sig í hlé og bjóði ekki fram í næstu kosningum. Það er eina afsökunin sem þjóðin getur tekið gilda.


mbl.is Sekt og sakleysi á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undrin og stórmerkin.

Jæja er nú prestastéttin komin í það verkefni að endurreisa lýðræðishallann á Bjarna Harðar. Það dugir ekkert minna. Hvar hefur lýðræðinu verið hættara en í höndunum á misheppnuðum Framsóknarmönnum.
mbl.is Vilja beint samband milli kjósenda og frambjóðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsröðun eða annarskonar röðun.

Það hlýtur að koma til álita að draga saman í utanríkisþjónustunni til að hafa burði til að gæta sinna eigin þegna á og umhverfis landið. Nú er lag að loka eins og tíu sendiráðum sem hvort sem er eru óþörf.
mbl.is Furða sig á framkvæmdum við tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seint í rassinn gripið.

Skelfilega getur fólk lagst lágt. Þvílík hörmung að verða vitni að öðru eins. Sérkennilegt að þessir snillingar skuli allt í einu kortéri fyrir kosningar þykjast átta sig á því að þau eru bara venjulegir sauðir með allt niðrum sig hvert og eitt þeirra. Maður heldur í vonina að þessi stóri skellur sem Sjálfstæðisflokkurinn veitti þjóðinni með Davíð Oddsson í aðalhlutverki allan tíman verði ekki alveg grafinn og gleymdur þann 25. apríl næstkomandi. Hlutskipti Sjálfstæðisflokksins ætti að vera útlegð. Auðvitað á Sjálfstæðisflokkurinn að draga sig í hlé frá stjórnmálum. Hann á að hverfa í nokkur ár meðan núverandi alþingismenn hans og lykilstjórnendur eldast og grána og hverfa úr starfi.
mbl.is Baðst afsökunar á mistökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband