Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þingtíðindi

Nákvæmlega núna er verið að ræða þingsályktunartillögu um nýsköpunar, hátækni og/eða sprotafyrirtæki í þingsal. Rætt er um skattaívilnanir, styrki og anað slíkt. Svo er náttúrlega mikið rætt um hver átti hugmyndina að því að styðja þurfi við bakið á svona fyrirtækjum í fæðingu og frumbernsku. Leikskólastíll þingmanna er alveg til háborinnar skammar fyrir land og þjóð. Eitt samfellt helvítis pex um keisarans skegg. Tímasóunin er alveg forkastanleg. Nær væri þessu leikskólaliði í sandkassa þjóðarinnar að ræða og taka ákvörðun um þá hispurslausu tilraun til einhvers stærsta þjófnaðar Íslandssögunnar sem borgarstjórnarmeirihlutinn er að fremja, ef undan er skilið bankaránin á ríkisbönkunum hér um árið.

En varðandi stuðning við nýsköpunar og sprotafyrirtæki.

Að sjálfsögðu þarf nýnæmi í atvinnulífi að fá að draga andann, með aðstoð fæðingarlæknis og súrefnis ef þörf er á. Stjórnmálamenn á Íslandi eru bara því miður svo illa að sér eða hræddir um að hagnaður og vöxtur svona fyrirtækja lendi einhversstaðar annarsstaðar en í vasa þeirra eða vildarvina þeirra að þeir þora ekki fyrir sitt litla líf að veita hinum ýmsu litlu hugmyndum brautargengi. Það er fullt af hugmyndum, öðrum en GSM+FARTÖLVUhugmyndum, grasserandi í þjóðfélaginu. Vandamálið er bara, að þessar hugmyndir rekast á hagsmunahorn vildarvina fjárgæslumanna okkar. Hvenær skyldum við fá starfsmenn hjá því opinera sem þora og geta tekið sæmilega vitrænar og skynsamlegar ákvarðanir um atvinnuþróun sem étur ekki upp bæði land og þjóð.


Stefnumálin rædd.

Ég var einn af þeim sem horfði á umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Kannske er að bera í bakkafullan lækinn, að tjá sig um það hér, en þó. Nokkur orð drepa ykkur varla lesendur góðir.

Eins og fram hefur komið víða, var stefnuræðan fremur efnislítil, orðmörg en innihaldsrýr. Umræðan var á köflum nokkuð jarðbundin og málefnaleg fannst mér. Steingrímur var að vanda, góður þó kannske helst til eintóna. Guðni kom nokkuð þægilega á óvart. Hann kann enn að vera í stjórnarandstöðu og mismælti sig ekki. Það sem uppúr stendur eftir kvöldið, var þessi óaflátanlegi stríðsdans landsogsjávarútvegsráðherrans. Það var eins og hann hefði fengið piparúða í gumpinn áður en hann sté í pontu. Kannske var einhver fótapirringur að hrjá hann kallinn. Leiðinlegt þótti mér að horfa á ráðherrana sem sátu hjá alveg að drepast úr leiðindum samanber fjármálaráðherrann sem leitaði prentvillna í nýjustu skáldsögu sinni nánast allan tímann sem umræðurnar stóðu. Heilbrigðisráðherrann sem augljóslega er orðinn forfallinn spilasjúklingur. Gott fyrir heilbrigðiskerfið að hann trukkprófi þá meferðarstofnun. Leiðinlegast fannst mér auglýsingaherferð iðnaðarráðherrans á íslensku neftóbaki. Veit ekki vesalings maðurinn að það er bannað að auglýsa tóbak. Þetta fannst mér afskaplega klént af honum og í framhaldi af því. Neftóbak er ekki hótinu betra að umbera en vindla eða vindlingareyk. Þess vegna er alveg sjálfsagt að banna notkun þess á sömu forsendum og annað tóbak.

Að lokum. Flóttamannahjálpin sem býður 200.000.- hverjum þeim sem þorir að leggja upp laupana. Þetta er einhver mesti skandall Íslandssögunnar. Er ekki nóg komið af hvatningu til fólks að flykkjast af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið. Hvaða fábjána datt þesi endaleysa í hug? Ég bara spyr.


Ég spyr um konu.

Þið eigið leik.

Ég hugsa mér að sjálfsögðu mann:

Gerið so vel

Ég ítreka enn.

Í síðustu færslu minni kom ég inná aðferð til að bæta sjómönnum og fiskverkafólki tekjumissi vegna skerðingar á þorskkvóta. Ég birti hana hér aftur og vænti þess að gerðar verði athugasemdir við hana og hún fái að vaxa og verða að veruleika í einhverri mynd.

Nú er orðið ljóst að stjórnvöld telja að niðurskurður þorskheimilda bitni eingöngu á útgerðinni. Þá ályktun dreg ég af þeirri ákvörðun sem liggur fyrir að fella niður veiðigjald af þorskveiðum næstu tö ár. Ég hef áður bent á þá leið að sjómenn og fiskverkafólk fái felldar niður verðbætur á lánum sínum næstu tvö ár. Veiðigjaldið má skoða sem verðbætur á afnot af auðlindinni. Það virðist vefjast illilega fyrir þessari auðvaldssinnuðu ríkisstjórn að það er líka almenningur á Íslandi, ekki bara sægreifar og þotulið. Eini munurinn á verðbótum og veiðigjaldi er sá að veiðgjaldið er innheimt af ríkissjóði og rennur óskipt í hann en hluti verðbóta þ.e. verðtryggðra lána frá íbúðalánasjóði rennur til baka í sjóðinn sem er í eigu ríkisins en verðbætur bankalána renna í vasa vildarvina einkavinavæðingarsinna síðustu ríkisstjórnar og gleymum því ekki að þar fór framsóknarflokkurinn mikinn. Margt ef ekki flest fiskverkafólk og sjómenn skulda íbúðalán og á þeim forsendum væri þetta gott mótvægi fyrir þennan hóp. Veiðigjaldið má líta á sem verðbætur á lán til útgerðarinnar í formi aðgangs að auðlind sjávar þannig að þarna er um mjög sambærilegar mótvægisaðgerðir að ræða.

Ég skora á sjómenn og fiskverkafólk að krefjast niðurfellinga verðbóta á lánum næstu tvö árin.


Ítrekun.

Nú er orðið ljóst að stjórnvöld telja að niðurskurður þorskheimilda bitni eingöngu á útgerðinni. Þá ályktun dreg ég af þeirri ákvörðun sem liggur fyrir að fella niður veiðigjald af þorskveiðum næstu tö ár. Ég hef áður bent á þá leið að sjómenn og fiskverkafólk fengi ekki felldar niður verðbætur á lánum sínum næstu tvö ár. Veiðigjaldið má skoða sem verðbætur á afnot af auðlindinni. Það virðist vefjast illilega fyrir þessari auðvaldssinnuðu ríkisstjórn að það er líka almenningur á Íslandi, ekki bara sægreifar og þotulið. Eini munurinn á verðbótum og veiðigjaldi sá að veiðgjaldið er innheimt af ríkissjóði og rennur óskipt í hann en hluti verðbóta þ.e. verðtryggðra bankalána renna í vasa vildarvina einkavinavæðingarsinna síðustu ríkisstjórnar og gleymum því ekki að þar fór framsóknarflokkurinn mikinn. Veiðigjaldið má líta á sem verðbætur á lán til útgerðarinnar í formi aðgangs að auðlind sjávar þannig að þarna er um mjög sambærilegar mótvægisaðgerðir að ræða.

Ég skora á sjómenn og fiskverkafólk að krefjast niðurfellinga verðbóta á lánum næstu tvö árin.


Enn um Írak.

Enn syrtir í álinn fyrir hina viljugu meðreiðarsveina vopnaframleiðenda. Það er nefnilega komið á daginn að Saddam karlinn lýsti sig reiðubúinn að hverfa af vettvangi. Það var ekki hægt vegna þess að þá hefði orðið samdráttur og atvinnuleysi hjá stríðstólaframleiðendum. Þá hefðu þeir lygamerðir hjá CIA líklega orðið atvinnulausir líka.

Í staðinn er búið að murka lífið úr hundruðum þúsunda og það sem meira er, vopnaframleiðendur í Bandaríkjunum boðnir og búnir að selja Írökum enn meira af vopnum.

Hvaða kynslóð af hryðjuverkamönnum er Bandaríkjastjórn eiginlega að bjóðast til að styðja í þetta sinn og eftir hvað marga mánuði þarf svo að ráðast inn í Írak svo vopnaframleiðendur geti selt afurðir sínar.

Þetta er enn stutt dyggilega af íslenskum stjórnvöldum.


Sunnudagshugvekja.

Samkvæmt hádegisfréttum RUV eiga íslenskir rafmagnsgreiðendur von á glaðningi uppá 500.000.000.- fimmhundruð milljónir vegna klúðurs í græðgisæði þrælahaldaranna kringum Kárahnjúkavirkjun. Íslenskt mál geymir tæplega nógu sterk lýsingarorð yfir þessa skömm og niðurlægingu sem viðgengist hefur í kringum alla þessa framkvæmd. Ekki er nóg með að við þurfum að borga skatta innfluttra þræla uppi í Kárahnjúkum gegnum komandi rafmagnsreikninga, heldur bendir allt til þess að skaði ALCOA vegna tafa á afhendingu raforku frá þessum andapolli þarna uppfrá, kosti okkur í það minnsta 1.000.000.000.- einn milljarð í viðbót í formi hærra rafokuverðs. Ég vil benda á að hugsanlega er önnur leið út úr þessum ógöngum. Hún er sú að dýrtseldir eftirlaunaþegar hins opinbera, taki á sig þetta klúður og afsali sér svimandi háum eftirlaunum úr ríkissjóði. Þeim til hugarhægðar skal þeim bent á að það eru nokkrar lausar stöður hjá leikskólum Reykjavíkur en þar búa þeir langflestir.

Fjarskiptamál í Austur-Skaftafellssýslu.

Á leið heim úr vinnunni í kvöld, eftir 22:00 fréttir, hófst þáttur á Rás 2. Viðtal við Ólaf Hauk Símonarson, mjög áhugavert allavega í byrjun. Líklega var þetta endurtekinn þáttur þó ég viti það ekki, nenni ekki að athuga það enda skiptir það engu máli í þessu samhengi.

Ég ók frá Höfn áleiðis í Suðursveit. Þegar ég var kominn inn undir Þveit, byrjuðu að koma truflanir í útvarpið. Eftir það gat ég ýmist mjög illa eða alls ekki greint orðaskil. Í bílnum hjá mér er útvarp sem leitar sjálft að besta styrk hverrar stöðvar eins og margir eflaust þekkja. Útvarpið fór greinilega að leita af og til en ekki lagaðist útsendingin. Svona er þetta ástand búið að vera frá því ég man eftir mér fljótlega upp úr miðri síðustu öld.

Ég er búinn að eyða stórum hluta af 4 síðustu áratugum úti á sjó á alls kyns fiskiskipum. Það er alveg sama hvar á hafinu innan íslensku lögsögunnar maður er staddur. Nánast alls staðar heyrist betur og skýrar í útvarpi allra landsmanna en hér á Austur-Skaftafellssýslu. Þetta er algerlega óviðunandi ástand. Ég ljáði máls á þessu við frambjóðendur hér fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Allir brostu þeir sínu blíðasta og samsinntu mér fullkomlega. Það er kannske ekki við þá að sakast í þessu efni nema að hluta til. Þeir eiga auðvitað að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins og þeir virtust allir sem einn gera sér fullkomna grein fyrir þessu slæma ástandi í fjarskiptamálum í Héraðinu. Það er hreinasta fjárnám eða kannske réttara að kalla það rán, að íbúar hér í héraði skuli vera neyddir til að greiða yfirleitt afnotagjöld af því sem þeir ekki geta notið með sæmilega mannsæmandi hætti. Ég veit svo sannarlega ekki hvað dópsalar og morðingjar á Litla-Hrauni mundu segja, sætu þeir við sama borð í fjarskiptamálum og Austur-Skaftfellingar. Mér segir svo hugur að þeirra mannréttindi séu hærra skrifuð en bændakurfanna í Suðursveit og þeirra spúsa. Svo mikið veit ég þó, að hafi ástandið á Kvíabryggju verið svona slæmt þegar einn af okkar núverandi fulltrúum á löggjafarsamkundunni bjó þar, væri þar komið háhraðatengt ríkisútvarp með myndsíma og alles. Ég geri mér bara ekki grein fyrir, hvernig í andskotanum maður á að fá úr þessu bætt. Eru okkar pólitíkusar svona miklu slakari þrýstihópur en aðrir sveitarstjórnarmenn á landsbyggðinni eða er þetta bara svona almennt um landið?


Lög og réttur.

Er ég að skilja þetta rétt? Er lögreglan að áminna veitingahúsarekendur fyrir að brjóta lög? Er hægt að stunda lögbrot með áminningarétti? Eru þetta ekki eiginlega alveg makalaus vinnubrögð? Ég sem hélt að allir þegnar þessa lands væru jafnir fyrir lögum. Er ekki eitthvað veitingahús munaðarlaust?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband