20.1.2009 | 23:31
Æi ég bara nenni þessu ekki lengur.
Dj. er þetta orðið pínlegt ástand. Kratafáráðarnir lufsast í öllum áttum. Það vottar ekki fyrir pólitík í þeirra röðum lengur. Sem betur fer heyrist lítið sem ekkert í þeim og þá sjaldan sem heyrist í þeim, tala þeir út og suður eins og sannir Íslendingar sitt á hverju landshorninu sem tala saman í síma um veðrið.
1. Já hér er austan fýla. 2. Nú hér er sól og blíða. 1. Ha hvað segirðu en það spáir frekar illa. 2. Já en það verður ekki fyrr en eftir kosningar. 1. Ha hvaða kosningar, eru að koma kosningar? Ég hélt þær væru ekki fyrr en 2099?
Dæmigerður frasi krata. Vilja ekkert vita. Þykjast allt geta, en eru ekki að gera neitt nema óskunda sem á eftir að bitna afar illa á þeim.
Annars ætlaði ég að tala um allt annað.
Mikið svakalega leiðist mér umræðan um verslanirnar. þ.e. nafngiftirnar. Nú síðast kemur Jón Sullenberger og ætlar að rífa upp eina dæmigerða lágvöruverðsverslun. Mér hefur áður orðið tíðrætt um þennan beinvítans tungubrjót. Mér finnst einhvernveginn fólk ekki skilja þetta orð. Lágvara hlýtur að teljast léleg var eða allavega ekki nein klassavara. Ég get ómögulega skilið af hverju þarf að skeyta þetta orð svona villandi saman. Hvernig er þetta orð svo þýtt fyrir túristana? Lowprice market hlýtur að vera. Hvar er þá búturinn "vara"?
Ég hef áður sagt skoðun mína á þessari klúðurslegu samsetningu. Mér finnst rétt að fella niður þessa miðju "vöru" í þessu orði og notast við beinu þýðinguna úr ensku. Lowprice. Lágverðsverslun. Það orð er mikið skiljanlegra og liprara en hin málleysan.
20.1.2009 | 00:28
Bara, greip það á lofti.
Nýr formaður framsóknar telur rétt að útjaska fyrst náttúrunni og leyfa henni síðan að njóta sín.
Nýr formaður framsóknarflokksins telur að íslenskur landbúnaður sé gjaldeyrissparandi. Þar hefur hann rétt fyrir sér. Þar þarf að gera stórátak, framleiða kjarnfóður hér innanlands úr fiskimjöli og korni og koma áburðarframleiðslu á koppinn á nýjan leik.
Það verður spennandi að fylgjast með kapphlaupinu um kjósendurna næstu vikur. Miðað við stöðuna, virðist nokkuð ljóst að hinir flokksformennirnir þurfa að taka sér frí frá þingstörfum til að elta Sigmund sem að eigin sögn ætlar að leggjast í landshornaflakk til að kaupa loforð um stuðning við framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Gott að eiga gullskeið, bæði í eigin munni og makans.