Bara, greip það á lofti.

Nýr formaður framsóknar telur rétt að útjaska fyrst náttúrunni og leyfa henni síðan að njóta sín.

Nýr formaður framsóknarflokksins telur að íslenskur landbúnaður sé gjaldeyrissparandi. Þar hefur hann rétt fyrir sér. Þar þarf að gera stórátak, framleiða kjarnfóður hér innanlands úr fiskimjöli og korni og koma áburðarframleiðslu á koppinn á nýjan leik.

Það verður spennandi að fylgjast með kapphlaupinu um kjósendurna næstu vikur. Miðað við stöðuna, virðist nokkuð ljóst að hinir flokksformennirnir þurfa að taka sér frí frá þingstörfum til að elta Sigmund sem að eigin sögn ætlar að leggjast í landshornaflakk til að kaupa loforð um stuðning við framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Gott að eiga gullskeið, bæði í eigin munni og makans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband