27.1.2009 | 00:35
Svo mörg vor þau orð.
Hörð skoðanaskipti milli íhalds og krata eru frekar til þess fallin að rýra möguleikann á þjóðstjórn heldur en skammarræður Steingríms sjálfs úr ræðustóli Alþingis undanfarin kjörtímabil. Er Steingrímur þarna að benda á að orð hans vegi mikið minna en orð annarra stjórnmálamanna eða er Steingrímur að segja að honum leyfist að gagnrýna en öðrum ekki.
Þjóðstjórn er og verður í nánustu framtíð ein allsherjar þvæla. Íhald fársjúkt, Samfylking dauðvona, Framsókn handstýrt af flokkseigendunum, Frjálslyndir týndir, og Vinstri Grænir komnir í ystu þolmörk. Sko ég er ekki að vísa í veikindi formanna flokkanna, ég er einfaldlega að lýsa skoðun minni á ástandinu.
Ég vil utanþingsstjórn til 30-45 daga. Kosið verði um miðjan mars skilyrðislaust. Ekkert beðið eftir landsfundum eða öðrum sellusamkomum. Bara drífa kosningar af.
VG leggur línurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Utanþingsstjórn má sitja miklu lengur
Hólmdís Hjartardóttir, 27.1.2009 kl. 01:10
Veit en alls engin nauðsyn.
Þórbergur Torfason, 27.1.2009 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.