13.1.2009 | 15:05
Bankastjóri rekinn.
Á textavarpinu, sem er einhver albesti fjölmiðill síðan land byggðist, er haft eftir bankastjóra Landsbankans Elínu Sigfúsdóttur að það hafi verið vitað að Tryggvi Jónsson hefði verið með hendurnar á kafi í að útdeila bitlingum.
Þetta hlýtur að kalla á það að Elín verði rekin úr bankanum vegna afglapa í starfi.
Er ekki andskotans nóg komið af skítmokstri kringum þennan banka og stjórnsýsluskríl. á ekki að gera neitt nema leyfa þessum skítseiðum að halda endalaust áfram að moka undir sig hálminum þegar þau eiga svo sannarlega að liggja í skítnum og eiga ekkert betra skilið.
Þurfum við landsbyggðafólk að taka okkur frí frá störfum og arka til Reykjavíkur og taka til í stjórnkerfinu. Það er greinilega ekki hægt að hafa stjórnsýsluna lengur þarna í þessu hvalrassgati. Við verðum að fara og sækja hana og koma henni í sveit og siða hana til með flórsköfum og kústsköftum.
13.1.2009 | 12:23
Af gefnu tilefni.
Vegna þess að Víðir Ben var að skrifa um orðatiltæki heilbrigðisuppskurðarhnífsins í gærkvöldi.
Honum (hnífnum) er mjög tamt að tala um að þetta eða hitt liggi fyrir þ.e. sé fyrirliggjandi. Maður hugsar til þess fyrir hverjum þetta eða hitt liggur. Liggur þetta eða hitt fyrir hunda og manna fótum, er hann að tala um hluti eins og hagalagða sem tíndir voru í haganum þegar ég var krakki? Hvað þýðir þetta orðatiltæki í hans munni? Það liggur fyrir, = er fyrirliggjandi, = er í framtíðinni eða er orðið nú þegar. Hálf asnalegt orðatiltæki.
Það er mikið meira gaman þegar honum tekst sem best upp "að halda til haga". Það er ég alveg viss um að hann hefur ekki hugmynd um hvað það þýðir. Það að halda til haga þýðir einfaldlega "að halda til beitar". Þetta orðatiltæki hlýtur að vera dregið af því þegar smalar héldu bústofni til beitar. Heilbrigðisráðherra segir gjarnan. "Það er rétt að halda því til haga". Semsagt hann heldur gjarnan hinu og öðru á beit.
Það er margt skondið sem veltur upp úr þessum malbikunarstöðvum sem helst eru notaðar til efnisuppfyllinga í fjölmiðlum.
9.1.2009 | 13:16
Gott mál.
Tekur ekki sæti á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 22:14
Manni verður um og ó.
Ég tel mig vera frekar friðsaman mann og sæmilega jarðbundinn. Fjandinn hafi það ef þessari viku lýkur án alvarlegra atburða í þjóðfélaginu. Það er Gazalega viðkvæmt ástand að myndast og múgsefjunin er að færast yfir stóran meirihluta þjóðarinnar. Og þó. Mér sýndist eins og færðist skelmislegt glott yfir andlitið á Boga fréttamanni þegar myndirnar úr Iðnó höfðu liðið yfir skjáinn.
Það er ómögulegt að álykta annað en að dómgreindarleysi hrjái stjórnvöld, jafnvel alvarlegra dómgreindarleysi en kvaldi útrásardrulluhalana í útrásarleiknum.
Þessari skelfingu verður nú að fara að ljúka. Síðasta hálmstráið virðist vera að mæta á svæðið og bera þetta stóð allt saman út úr stjórnarráðinu, tjóðra það við staura á Austurvelli og leyfa þeim að bíta ofurlitla sinu svona dagpart.
Hvað sem öðru líður, er þetta ástand orðið gersamlega óþolandi. Meira að segja mesti jólasveinn landsins og þó víðar væri leitað, fær ekki að tjá sig. Það hlýtur að flokkast undir mannréttindabrot.
8.1.2009 | 14:56
Enn fer fram aftaka.
7.1.2009 | 09:59
Hvers konar sláturtíð er þetta eiginlega.
Bara tekið matarhlé og allt hvað eina. Hversu lengi á þetta helvíti eiginlega að standa. Það hlýtur að hafa verið grínfrétt í gær að utanríkismálanefnd alþingis gæti ekki tekið afstöðu til þessarar niðurlægingar mannkyns. Hverskonar andskotans bjöllusauðir eru eiginlega í forsvari fyrir þessari nefnd. Mér er til efs að umheimurinn líti á þetta fólk sem þarna er verið að murka lífið úr eins og menn. Þarna hljóta mjög annarleg sjónarmið að ráða för. Myndir sem maður sér á SKY eru hryllilegar. Það hlýtur að vera heilög skylda hvers viti borins manns að leggja sitt lóð á vogaskálarnar að reyna að stöðva þessa skelfingu. Maður á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessum óskapnaði sem þarna er að gerast.
Hlé gert á árásum á Gaza | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 19:52
Sterkt svipmót
Nigel Clough ráðinn til Derby | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 12:48
Guðmundur kominn/farinn
Ég sé ekki muninn á því hvort maðurinn er í ómerkilegum krataflokki eða nauðaómerkilegum. Bankarnir rísa ekki upp frá dauðum þó flokkskírteinið breytist úr bleiku í grænt. Börnin í Palestínu lifna ekki við þó Guðmundur Steingrímsson sprangi niður Laugaveginn með sixpensara. Ég bara kem ekki auga á hvað er merkilegt við það þótt einhver framsóknardindill fer heim eða að heiman.
Sorry
5.1.2009 | 01:41
Megn skítalykt af málinu.
Margt bendir til þess að spottatogarar séu þarna að verki. Það virðist sem einhverjum sé í nöp við að láta krukka of mikið í málið.
Hverjir skyldu það vera? Nú væri gaman að þeir sem mest á dynur gengju fram og segðu við alþjóð. Ég krefst þess að hafið verði dómsmál gegn Bretum.
Ég vil að ríkisstjórnin, einum rómi byrji.
Gjörið svo vel þið megið nota sjónvarpsstöðina mína á besta útsendingartíma.
Fresturinn að renna út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.12.2008 | 18:09
Afskaplega skemmtilegar og gefandi athafnir!
Í gærkvöldi komst ég í þá skemmtilegu aðstöðu að horfa á sjónvarpsstöðina ÍNN. Þar sátu að spjalli, Þeir sem kalla sig heimastjórnina þeir Ingvi Hrafn, Hallur Hallsson, einhver Snæhólm (man ekki nafnið, sennilega Jón) og Ármann Kr. Ólafsson þingmaður og flokksbróðir þeirra félaga. Skemmst er frá að segja að Ingvi Hrafn, sem uppkomnir Íslendingar muna eftir sem einhvers mesta aðdáanda íhaldsins, gekk þannig frá þingmannsdruslunni að aldrei mun hann upp rísa að nýju sem þingmaður íhaldsins. Þetta er einhver sú kröftugasta jarðaför sem fram hefur farið ef undan er skilin fjöldagröfin sem tekin var fyrir framsóknaríhaldið fyrir síðustu kosningar. Það var alveg sama hvað manngarmurinn reyndi að krafsa sig og meðbræður sína í þinginu og aðra ábyrgðamenn fjármálaóreiðunnar upp úr þeirri djúpu gröf sem þeir hafa sjálfir mokað sig oní, alltaf mokaði Ingvi Hrafn yfir hann jafnharðan og þþað með dyggri aðstoð hinna tveggja. Það er virkilega ánægjulegt að sjá hreðjatakið sem Ingvi Hrafn og félagar hafa á flokksbræðrum sínum í þinginu. Ekki hefði mér þótt leiðinlegra að hafa þarna Geir sjálfan á pínubekknum hjá þeim.
Flott atriði Ingvi Hrafn meira af þessu. Það má alveg jarða íhaldið mikið hraðar. Það þarf að vera búið að syngja síðustu sálumessuna yfir þessu skítapakki fyrir mánaðarmótin febrúar, mars þegar við hinuir Íslendingar ætlum að kjósa nýtt þing.