Æi ég bara nenni þessu ekki lengur.

Dj. er þetta orðið pínlegt ástand. Kratafáráðarnir lufsast í öllum áttum. Það vottar ekki fyrir pólitík í þeirra röðum lengur. Sem betur fer heyrist lítið sem ekkert í þeim og þá sjaldan sem heyrist í þeim, tala þeir út og suður eins og sannir Íslendingar sitt á hverju landshorninu sem tala saman í síma um veðrið.

1. Já hér er austan fýla. 2. Nú hér er sól og blíða. 1. Ha hvað segirðu en það spáir frekar illa. 2. Já en það verður ekki fyrr en eftir kosningar. 1. Ha hvaða kosningar, eru að koma kosningar? Ég hélt þær væru ekki fyrr en 2099?

Dæmigerður frasi krata. Vilja ekkert vita. Þykjast allt geta, en eru ekki að gera neitt nema óskunda sem á eftir að bitna afar illa á þeim.

Annars ætlaði ég að tala um allt annað.

Mikið svakalega leiðist mér umræðan um verslanirnar. þ.e. nafngiftirnar. Nú síðast kemur Jón Sullenberger og ætlar að rífa upp eina dæmigerða lágvöruverðsverslun. Mér hefur áður orðið tíðrætt um þennan beinvítans tungubrjót. Mér finnst einhvernveginn fólk ekki skilja þetta orð. Lágvara hlýtur að teljast léleg var eða allavega ekki nein klassavara. Ég get ómögulega skilið af hverju þarf að skeyta þetta orð svona villandi saman. Hvernig er þetta orð svo þýtt fyrir túristana? Lowprice market hlýtur að vera. Hvar er þá búturinn "vara"?

Ég hef áður sagt skoðun mína á þessari klúðurslegu samsetningu. Mér finnst rétt að fella niður þessa miðju "vöru" í þessu orði og notast við beinu þýðinguna úr ensku. Lowprice. Lágverðsverslun. Það orð er mikið skiljanlegra og liprara en hin málleysan.


Bara, greip það á lofti.

Nýr formaður framsóknar telur rétt að útjaska fyrst náttúrunni og leyfa henni síðan að njóta sín.

Nýr formaður framsóknarflokksins telur að íslenskur landbúnaður sé gjaldeyrissparandi. Þar hefur hann rétt fyrir sér. Þar þarf að gera stórátak, framleiða kjarnfóður hér innanlands úr fiskimjöli og korni og koma áburðarframleiðslu á koppinn á nýjan leik.

Það verður spennandi að fylgjast með kapphlaupinu um kjósendurna næstu vikur. Miðað við stöðuna, virðist nokkuð ljóst að hinir flokksformennirnir þurfa að taka sér frí frá þingstörfum til að elta Sigmund sem að eigin sögn ætlar að leggjast í landshornaflakk til að kaupa loforð um stuðning við framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Gott að eiga gullskeið, bæði í eigin munni og makans.


Úrslit liggja fyrir.

Nei ég ætla ekkert að gefa út á það hvaða skoðun ég hef á honum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Hann tók þá ákvörðun að stinga höfðinu í gin ljónsins, sem reyndar er orðið tannlaust og hálfblint. Einhverjir vonast til að Sigmundur verki eins og sterasprauta á flokkinn og eflaust gerir hann það. Þetta er ungur og gr--- meina öflugur maður með allavega ennþá, sjálfsálitið í lagi. Ég hef ekki nennt að setja mig inn í umfjöllun dagsins svo ég veit ekkert hvað aðrir segja um þennan gjörning en mín skoðun er sú að klíkan hafi verið helst til fljót á sér að skipta um formann í miðri talningu. Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar forræðið er tekið af fullvalda fólki með lítið skerta greind.

Ég bara segi svona!!


Herða sultarólina greyin.

Bara þokkaleg byrjun ef þetta er eftir skatta. Annars er ég mjög smeykur um að þessi tala sé brúttó.

Nauðsynlegt að Sturla upplýsi um hvort er.


mbl.is Alþingi lækkar kostnað sinn um 215 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir, undir og allt um kring.

Ok. þjóðin er ekkert að kalla, Þjóðin er að heimta og gáðu að því ungi maður að þetta er krafa hennar. Ykkar aumingjaskapur er, að þið þorið ekki að standa frammi fyrir valdi þessa lands sem er íbúarnir, þjóðin. Við erum ekki sérstaklega að kalla eftir, einu né neinu í þeim skilningi. Við köllum eftir "auðmýkt." Hún felst í því að stjórnmálamenn axli sína ábyrgð, hundskist burt frá kjötkötlunum og axli,opinberlega sinn vanmátt, aumingjaskap og flokksslefshátt.
mbl.is Skúli Helgason: Krafa um breytingar á rétt á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langur kveikiþráður?

Nei ekki svo, vinnan verður bara þess valdandi að dagblöðin liggja ekki alltaf opin fyrir framan mig.

Í kvöld komst ég til að fletta Fréttablaði gærdagsins. Á forsíðu er skrifað um "óviðunandi ógn við ráðherra". Í niðurlagi greinarinnar er vitnað í ummæli forseta alþingis. Þar segir, "það er ekkert óeðlilegt við það að almenningur mótmæli og tjái afstöðu sína til þessa alvarlega ástands sem hefur skapast í samfélaginuen við verðum að trúa því að á Íslandi geti áfram verið samfélag þar sem jafnt almenningur sem stjórnvöld eigi gott skjól".

Gott og vel, það er nauðsynlegt að blaðamenn taki viðtöl við stjórnmálamenn og bráðnauðsynlegt að blaðamenn hafi orðrétt eftir sem ég efast ekkert um að þarna hafi verið gert. Það sýnir okkur lesendum betur hug stjórnmálamannanna. Það sem ég vil benda á og sker mig í augun í ummælum forseta alþingis er tvennt. Í fyrsta lagi það að hann skuli líta á ástandið í þjóðfélaginu sem "sköpunarverk". Þá spyr ég, hver er "skaparinn"? Öðruvísi er ekki hægt að spyrja. Í öðru lagi, "að Ísland geti áfram verið samfélag þar sem jafnt almenningur sem stjórnvöld eigi gott skjól". Þarna get ég heilshugar tekið undir með hæstvirtum forseta Sturlu Böðvarssyni. Vandamálið er bara það að koma stjórnvöldum í skilning um að almenningur vill ekki veita þessum stjórnvöldum skjól lengur. Ég held unglingarnir kalli það að "kóa". Það eru ekki bara þessir fáu sem mættu fyrir framan þinghúsið í gærmorgun sem eru á þessum buxunum heldur langstærsti hluti kosningabærra Íslendinga.

Málið er nefnilega það að stjórnvöld þau sem nú sitja og eins þau sem setið hafa undanfarin kjörtímabil hafa gert sér það að leik, já ég endurtek, að leik að rífa skjólshúsið ofan af almenningi í þessu landi. Þess vegna er ég alveg hjartanlega sammála Sturlu að þarna þarf að nást sátt. 43 einstaklingar gegn rest. Þetta er frekar ójafn leikur og höfum við þó talið okkur búa við lýðræði. Mig langar til að beina þeirri spurningu til Sturlu, af því ég veit að einhver lýðræðissinni kemur henni til hans. Á hvaða hátt eigum við að ná sátt? Hvaða leið er fær? Ég endurtek 43 gegn rest getur það gengið.

Á innsíðu er svo vitnað í annan forseta nefnilega forseta ASÍ. Þar segir Gylfi Arnbjörnsson að ASÍ hafi fundað sérstaklega með forsætisráðherra til að gera honum grein fyrir því að engin önnur leið sé fær en að ríkisstjórnin stokki upp í sínum röðum, seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins." Ef einhver vinnufriður á að nást verður að byggja upp ímyndina," segir Gylfi.

Ég hef ekki hugmynd um hve margir félagsmenn ASÍ stikuðu "sérstaklega" á fund Forsætisráðherra. Hitt kemur mér mjög á óvart, að ASÍ skuli vera farið að reka auglýsingastofu eða sérstaka greiningadeild fyrir ríkisstjórnina. Skyldu félagsmenn í ASÍ vita af þessari starfsemi? Skyldi hún vera ábatasöm?

Já maður spyr sig!


Nú er lag.

Í þessari atrennu er gullið tækifæri að loka framsóknarflokknum og gera upp við fortíðina með þeim hætti. Með því móti gætu þessir einstaklingar komið að stjórnmálum undir öðrum merkjum. Að öðrum kosti verður tortryggnin alltaf fyrir hendi.
mbl.is Flokksþing breytinganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn skal skorið.

Nú er það landhelgisgæslan. Hvaða óþurftargemlinga skyldi ríkisstjórnin finna næst. Það er nokkuð ljóst að sendiherrarnir og svo auðvitað VARNARMÁLASTOFNUN hin eina sanna verður viðhaldið og jafnvel bætt í svo hægt verði að varna því að útrásarvíkingarnir snúi til baka með einhverja aura í vasanum.

Nei niðurskurður skal það vera. Niðurskurður á því sem þjóðin getur síst verið án.


mbl.is Uppsagnir hjá Gæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnaðarfyrirsláttur.

"Flutningur á  starfsemi St. Jósefsspítala til suðurnesja er þáttur í stóra plotti sjálfstæðismanna og fleiri um að leggja niður Reykjavíkurflugvöll .Með því að styrkja heilbrigðiskerfið í Reykjarnesbæ geta sjálfstæðismenn lagt grunn að því að færa sjúkra og innannladsflug  til Keflavíkurflugvallar. Þar með eru sterkustu rök gegn lokun Reykjarvíkurflugvallar farin .Þá er stutt í góð heilbryggðisþjónustu ,þegar  sjúkra og innannladsflug  er komið á  Keflavíkurflugvöll.Þá er innannladsflugi komið í snöruna."

Þetta er ekki svo mikið vandamál ég meina sko að copy og peista.

Þetta er allrar athygli vert fyrir landsbyggðafólk sem þykir á sig halla hvað tengingu við höfuðborgina varðar.

Ef ske kynni að þarna sé verið að hefja flutningsferli innanlandsflugsins eru blikur á lofti.


Sparnaðaraðgerðir.

Hann Óli bloggvinur minn og bróðir er með athyglisverða ábendingu á blogginu sínu varðandi lokun St. Jósefs. Ég kann bara ekkert á tölvur svo ég veit ekkert hvernig á að tengja svona en ætla að reyna einhvernveginn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband