3.2.2009 | 11:04
Fjárskaðar!
Framsóknarflokkurinn er eins og riðveikin. Óþekktur sjúkdómur sem leggst á ákveðna spendýrategund. Alveg er sama hvað og hvar er skorið niður, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, samgöngukerfið, sauðfjárstofna, alltaf gýs þessi óværa upp aftur. Það er að segja riðuveikin.
Sama má segja um Framsóknarflokkinn. Nú sé ég í Fréttablaðinu að komið er Nýtt líf, Dalalíf og meira að segja Löggulíf í hann. Það á ekki af honum að ganga vesalingnum Framsóknarflokknum ekki Þráni hann er vonandi sjálfráður gerða sinna, nema hann hafi hlotið bakþankastyrk úr samvinnusjóðnum sem er jú aldrei að vita. Einhversstaðar er allavega sjóður upp á 30 milljarða. Ég hélt að öllum mætti ljóst vera að þegar sjúkleikinn er kominn á svo hátt stig eins og hrjáir Framsóknarflokkinn, væri líknardauði besti kosturinn. Ný ríkisstjórn er ekki öfundsverð að þurfa að sitja og standa eins og tilskipanir frá samvinnusjóðnum, S og Keri og hvað nú öll þessi efni í þeirri súpu heita, að ég tali nú ekki um Kögun.
27.1.2009 | 00:35
Svo mörg vor þau orð.
Hörð skoðanaskipti milli íhalds og krata eru frekar til þess fallin að rýra möguleikann á þjóðstjórn heldur en skammarræður Steingríms sjálfs úr ræðustóli Alþingis undanfarin kjörtímabil. Er Steingrímur þarna að benda á að orð hans vegi mikið minna en orð annarra stjórnmálamanna eða er Steingrímur að segja að honum leyfist að gagnrýna en öðrum ekki.
Þjóðstjórn er og verður í nánustu framtíð ein allsherjar þvæla. Íhald fársjúkt, Samfylking dauðvona, Framsókn handstýrt af flokkseigendunum, Frjálslyndir týndir, og Vinstri Grænir komnir í ystu þolmörk. Sko ég er ekki að vísa í veikindi formanna flokkanna, ég er einfaldlega að lýsa skoðun minni á ástandinu.
Ég vil utanþingsstjórn til 30-45 daga. Kosið verði um miðjan mars skilyrðislaust. Ekkert beðið eftir landsfundum eða öðrum sellusamkomum. Bara drífa kosningar af.
VG leggur línurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2009 | 00:04
Aumingja Össur!
Segir að nafn Jóhönnu Sig hafi ekki verið að koma upp í dag. annað segir Jóhanna sjálf nema að hún hafi bara átt að poppa upp svona eins og andinn í lampanum og þá í líki forsætisráðherra. Dæmalaust djöfuls bullið í þessu samfylkingarliði.
Ég trúi því að Jóhanna sé að fara með sannleikann. Þá þýðir það að Össur og Ingibjörg Sólrún bulla tóma steypu eins og þau hafa átt vanda til áður.
Óvirðing við þjóðina, dómgreindarskortur, skynvillur. Nefndu það bara. Leggjast svo lágt að standa í þvargi við fyrrum smabúðaraðila í stjórnarráðinu um einhvern tittlingaskít.
26.1.2009 | 22:38
Verð fjarverandi.
Ekki vegna veikinda heldur vegna þess, að í æsku nennti ég ekki að vakna í vinnu á morgnanna svo ég tók það til bragðs að ráða mig í vinnu þar sem ég gæti sofið á vinnustaðnum. fyrir valinu varð úthafsaldan og enn vaggar hún mér af og til. Ég er sem sagt að fara til sjós, tímabundið reyndar en verð engu að síður nokkra daga. Á meðan bið ég ykkur lesendur góðir að skrifa ekki rætið, ekki niðurlægjandi og alls ekki illa um mig. Ég á það bara ekki skilið. Ekki rændi ég banka, ekki skildi ég við þessa ríkisstjórn, ekki var það ég sem fann upp snillinginn Davíð Oddsson sem nú virðist vera einhver mesti örlagavaldur sögu Íslands síðan land byggðist.
Hafið hugfast að það fá ekki allir þegnar þessa lands feita starfslokasmninga. (afsakið meðan ég æli) Flestir þurfa að vinna fyrir sé á heiðarlegan hátt. Gleymum því ekki.
26.1.2009 | 22:13
Slapp fyrir horn.
Þar bjargaði Geir mér alveg.
Ég sem sagt þarf ekki að standa aleinn fyrir utan gamlakaupfélagið á Hafnarbrautinni með mótmælaspjaldið mitt. Ég skulda Geir greiða. Ég gæti til dæmis farið með skilaboð fyrir hann til Davíðs ef hann þorir ekki að fara sjálfur.
26.1.2009 | 01:39
Já ok. samstöðumótmæli.
Hér á Hornafirði hefur ekki verið efnt til samstöðumótmæla enn sem komið er. Ástæðan er ekki einföld en heldur ekki flókin. Ég er bara ekki viss um að nokkrum Hornfirðingi hafi dottið það í hug. Jú einn af upphafsmönnum hringavitleysunnar er uppalinn hér við Hafnarbrautina og kannske er það þess vegna sem látið er kyrrt liggja. Og þó hver veit nema langlundargeði Hornfirðinga verði ógnað innan skamms. Allavega veit ég fyrir víst að yfirstrumpur Seðlabankans yrði ekki grátinn þótt hann fyki úr embætti. Sama mætti segja um þá hina báða sem bera titilinn Seðlabankastjórar. Eins er mér til efs að Hornfirðingar mundu yfirleitt gráta nokkurn þann sem nú vermir ráðherrastól.
Þó er eitt dálítið merkilegt hér um slóðir. Hér er til fólk sem heldur með sínum stjórnmálaflokki eins og alþekkt er að menn haldi með sínu liði í ensku deildinni. Alveg sama hversu lélegur framkvæmdastjóti er ráðinn (formaður) alveg sama hve lélegur framherji er keyptur (þingmannsefni)alltaf skal krossað við sinn staf í kosningum.
Af þessu má sjá að tæplega er von á öflugri mötmælasamstöðu hér.
Hins vegar á ég von á mjög öflugri hrossakjötsveislu í Þórbergssetri að kvöldi 28. mars. Þá ætlum við nefnilega að halda okkar árlega briddsmót sem kennt er við föður okkar Halasystkyna Torfa Steinþórsson og haldið til minningar um hann. Við ætlum að spila laugardaginn 28. mars og éta svo hrossakjöt um kvöldið. Síðan ætlum við líka að spila sunnudaginn 29. mars og á ég von á verulegri þáttöku. Næg gisting er í Suðursveit og nóg til af spilastokkum og sagnabökkum svo enginn þarf að velkjast í vafa um móttökurnar. Svo er bara að mæta.
Því get ég lofað ykkur að ef ríkisstjórnin verður ekki farin frá þegar spilað verður, skulu verða samstöðumótmæli fyrir utan gamla kaupfélagið við Hafnarbrautina þó ég þurfi að standa þar einn. Dagsetning ákveðin síðar. Þessu er lofað í anda ríkisstjórnarinnar.
25.1.2009 | 12:28
Hrokinn!
"Þegar mér hentar", er réttnefni þessarar ríkisstjórnar sem nú er að tætast í frumeindir. Utanríkisráðherrann og formaður hitakæru örveranna sletti þessu framan í þjóðina umbúðalaust í viðtali við fréttamann ríkissjónvarpsins rétt í þessu.
Virðingaleysi, virðingaleysi og aftur virðingaleysi fyrir þjóð sinni er það eina sem skín í gegn um þetta viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu.
Hún segir berum orðum að ekkert verði gert fyrr en henni og Geir hentar.
Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 02:29
Slæmar fréttir.
Það er alltaf leiðinlegt að fá fréttir af veikindum fólks eða slysum. Ég gleðst innra með mér að lesa um og heyra að sjálfstæðisfólk, já og allra floka fólk er slegið yfir veikindum Forsætisráðherra.
Það gefur mér von um að Sjálfstæðismenn og aðrir stjórnmálamenn opinberi hlýhug sinn í garð 4. barna einstæðu móðurinnar sem var sagt upp störfum um daginn og greindist með slæmt mein nokkrum dögum seinna.
Skyldu íslenskir fjölmiðlar rjúka svona upp til handa og fóta og einnig öll pólitíska elítan ef þessi líkindasaga væri sönn?
Sjálfstæðismenn í sjokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 17:27
Er farsótt að ganga?
Skelfilegar fréttir berst eins og eldur í sinu um landið þvert og endilangt.
Upp er risinn draugur einn allsvakalegur. Árum saman hefur hann gengið undir nafninu Framsóknarflokkurinn og verið stjórnað af gráðugum fársjúkum spilafíklum. Eftir því sem fréttir herma hefur gripið um sig spilafíkn í þjóðfélaginu sem birtist í einhverjum 18% stuðningi við sukkið og svínaríið sem hefur viðgengist undanfarin 14 ár.
Dettur einhverjum heilvita manni í hug að þumalskrúfur verði losaðar af þingmönnum Framsóknarflokksins. Af hverju skyldu bæði Bjarni og Guðni fokkast upp af þinginu? Af hverju hefur verið svona mikil lausung innan Framsóknarflokksins? Það er ekki hægt að ætla það neinum þingmanni með sæmilega skynsemi að þola þær "kvalir" á sálinni sem fjármálasukkshlið framsóknar hengir þá í.
Þess vegna ráðlegg ég öllum hugsandi Íslendingum. Varist umfram allt að lengja líf þessa mesta ósóma sem þrifist hefur síðan land byggðist. Hættið að kalla yfir ykkur gamla gengið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 10:16
Snjöll lausn.
Ólafur Helgi kann á því tökin.
Hans síðasta afrek var að sýna BB hvernig á að taka á óreiðumönnum. Það á bara að gefa út handtökuskipun og fylgja henni síðan eftir.
Þetta þoldi ekki sjálfstæðiselítan, sá sína sæng útbreidda og skipaði sýsla að hætta við þessa innheimtuaðferð. Það er spurning hvort Björn Bjarnason hefur yfirleitt eitthvað vald til að stöðva svona aðgerðir.
Hvaða vald er falið í því að bera um stundarsakir titilinn Dómsmálaráðherra.
Ég vík að því enn og aftur. Okkur Íslendingum veitir ekkert af Guantanamo búðunum undir þá óreiðumenn sem bera íslenskt ríkisfang og ganga lausir, að því er virðist í flesatum bankahólfum veraldar.
Endurskoðar fjárnámsaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |