Færsluflokkur: Bloggar
1.12.2007 | 23:04
Þegar þörfin er stærst!!!
Já þá er hjálpin, sem betur fer stundum skammt undan. Svo sannarlega bjargaði þetta uppátæki þeirra félaga kvöldinu. Þeir aukaleikarar í spaugstofunni stóðu sig hver öðrum betur. Svona leikdóma sér maður oft í héraðsfréttablöðum þegar tekist hefur að draga einhvern rollubóndann upp á svið og gera úr honum persónu í einhverju stórvirkinu. Mesta snilldin var þó, að þeir Óttar, Kári og Sigurður Líndal skyldu bara leika sjálfa sig í sínum daglegu hlutverkum. Ekki sýndist mér þeim leiðast þetta, allra síst Kára þegar hann skilgreindi heila og heilalausa. Förum ekki nánar útí það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2007 | 18:42
Frétt á íslensku.
Ég mælist eindregið til að þessi frétt verði fjarlægð eða allavega lagfærð málfarslega þannig að hægt verði að lesa hana svo hún skiljist.
Fékk þessi höfundur verðlaun árlega?
Hafði fólkið sem styttan er af, mök á 6. áratugnum?
Versta kynlífslýsingin í bók Mailers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 22:53
Kaupmáttur.
Þetta er dálítið skondið orð. Kaupmáttur, kaupmáttleysi, kaupmáttarþreyta, kaupmáttarýmislegt. Væri kannske ekki úr vegi að semja bara um fastan kaupmátt í næstu kjarasamningum. Fast kaupmáttarstig. Held það mundi leysa algerlega allan vanda í þjóðfélaginu. Rífandi kaupmáttaraukning hefur verið á íslenskun heimilum undanfarin misseri. Svo mikil að nauðsynlegt þykir að taka upp evru til að sporna við þessu rótleysi kaupmáttar.´
Alvara málsins er hins vegar sú að um leið og greiningardeild Kaupþings banka skýrir frá rýfandi kaupmáttaraukningu, koma fréttir úr annarri átt sem upplýsa okkur um að skuldir heimilanna hafi margfaldast á undraskömmum tíma. Í því liggur nú öll kaupmáttaraukninin. Það er í auðfengnu lánsfé eða yfirdrætti hjá íslensku lánastofnununum. Ekki eru launin að hækka eða vöruverð að lækka. Verð á eldsneyti hækkar og og hækkar, Vextir hækka og hækka. Allt hækkar þó sumt hækki rólega eins og t.d. afurðaverð til bænda. Ég get ekki með nokkru móti fundið þessa kaupmáttaraukningu. Hvergi nokkursstaðar í mínu lífi enda ekki með yfirdrátt. Kannske verður maður að fá sér einn eða tvo slíka til að auka kaupmáttinn.
Hvern er verið að blekkja í svona talnaleikjum? Halda þessir talnahagfræðingar að fólk almennt, trúi þessari þvælu?
Vaxtamunur. Þar er ein talnaleikfimin stunduð. Ég gorta af því við félaga mína að ég hafi komið Hannesi Hólmsteini úr 1,9% í 4% í vaxtamun. Geri aðrir betur. Mér skilst að hræðsluáróðursmeistarinn Þorvaldur Gylfason hafi fært sig úr 13,5% niður fyrir 10%. Halda þessir menn að einhver hlusti á þetta bull.
Vaxtamunurinn er mjög mismunandi. Það verður hver einstaklingur, hvert fyrirtæki að reikna fyrir sig. Sumir hafa lágan vaxtamun, jafnvel ofurlítið jákvæðan ef þeir skulda engum neitt. Aðrir hafa háan vaxtamun t.d. þeir sem eru með yfirdrátt á launareikningi og eru alltaf í mínus, eru að auki með verðtryggt lán með 5-10% vöxtum auk okurvaxtanna sem felast í verðtryggingunni. Það er nefnilega póstur sem ég held að menn reikni ekki með þegar vaxtamunur er reiknaður. Verðtrygging er okurvextir á lán sem tekið er af einstaklingum til lengri tíma en 5 ára. Sjálfsagt hafa einhverjir stórir viðskiptavinir betri lánakjör en það er alls ekki hægt að reikna þá með ef tekin er heildartala. Þeir eru ekki með heimilisrekstrarlán á yfirdráttarvöxtum uppá 22% um það bil.
Meira síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 01:27
Kynferðisafbrot.
Í þessum töluðum orðum, er umræða í kastljósi (endurtekið) um refsiramma kynferðisafbrotamanna. Ég gef mér að um sé að ræða fyrst og fremst, þá sem brjóta á börnum.
Ég sem faðir átta barna, hlýt að fagna því að reynt sé að finna einhverja vörn fyrir börnin sem skynja ekki öfuguggahugsanahátt fársjúkra. Bíddu aðeins þvílíkt fallegur söngur hjá Fífilbrekkukórnum.
Já, ég var að fjalla um kynferðisafbrotamenn. Er í raun og veru einhver von til þess að hægt sé að lækna menn af þess háttar hugsanahætti?
Ég sem faðir, tek fram að mér vitanlega, hafa mín börn ekki lent í þeim slæmu örlögum að hafa verið misnotuð kynferðislega.
Alveg sama hvernig allskyns sálfræðingar, afbrotafræðingar, fræðingar og fræðingar reyna að fletta þessari hræðilegu staðreynd. Ekki eitt einasta foreldri, mun geta byggt vírusvörn gegn öfuguggahætti sem barnaníðingar eru sýktir af.
Foreldrar. Ef grunur leikur á misnotkun, leitið aðstoðar eins og skot.
Bara grunur getur nagað þig í svo marga hluta, að þú getur ekki sinnt þinni uppeldisskyldu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2007 | 09:50
Staðsetning gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2007 | 23:26
Lífsgæði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2007 | 00:01
Gult eða rautt á skjánum.
Ég er að reyna að horfa á einhverja ameríska bíómynd með öðru auganu. Ég sé að sjónvarpsmerkið er gult sem þýðir að myndin er ekki ætluð mjög ungum. Þó er ég búinn að sjá, allavega tvö morð og eina alvarlega líkamsárás. Mér er með öllu óskiljanlegt hvernig uppeldi þeir dómarar hlutu sem meta áhorfshæfi bíómynda sem sýndar eru í ríkissjónvarpinu. Þeim finnst allt í lagi að allt niður í 12 ára krakkar horfi á morð, rán og misþyrmingar. En ef sést í konubrjóst, ég tala nú ekki um ef sést í bæði á sömu konunni, er umsvifalaust komið eldrautt merki á skjáinn. Ég segi bara enn og aftur, hverskonar uppeldi hlaut þetta fólk sem tekur sér það vald að meta sjónvarpsefni oní landann? Hvort haldið þið lesendur góðir, að hæfi ykkur betur að læra að drepa nógu marga á nógu stuttum tíma, eða að fá að horfa á falleg ástaratlot, jafnvel samfarir, (ef hugarflugið fær að njóta sín) í sjónvarpi alra landsmanna. Hvort finnst ykkur lesendur góðir, skemmtilegra að horfa á og vita af unglingum horfa á, morð, líkamsmeiðingar, rán, nauðganir eða annarskonar misþyrmingar. Eða fallega, sakleysislega ástarsenu í sjónvarpinu?
Ég bara spyr?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.10.2007 | 00:34
Hvað er vaxtamunur? Prófessorstiktúrur:
Ég horfði á Silfur Egils á sunnudaginn og heyrði ekki betur en prófessor Þorvaldur Gylfason talaði um 13,5% vaxtamun á inn og útlánsvöxtum. Ég geri ráð fyrir því að Þorvaldur eigi við að lánastofnanir taki til sín 13,5% meira en þær láti frá sér.
Þó ég reyni að forðast að opna blogg sem ég veit að ekki er hægt að kommentera á, las ég prófessor Hannes Hólmstein Gissurarson í kvöld. Hann segir að vaxtamunur hér sé 1,9%. Enn geri ég ráð fyrir að lánastofnanir taki þá 1,9% til sín.
Það er aldeilis furðulegt að þarna skuli vera á ferð, prófessorar sem vinna við sömu stofnun, rekna af sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar. 13,5% vaxtamununur, á hvorn veginn sem er, er gríðarlega mikið en 1,9% á hvorn veginn sem er er að sama skapi gríðarlega lítið. Hvernig þessir menn fá sig til að opinbera þessar tölur fyrir alþjóð og rengja hvorn annan án þess þó að geta á nokkurn hátt útilokað reikningskúnstir hvors annars, er alveg með ólíkindum. Það að þjóðin skuli þurfa að halda þessum stærðfræðiséníum uppi er náttúrlega alveg út úr korti því að þessir vinnufélagar eiga auðvitað að taka að sér verðugri verkefni fyrir einhverja sem hugsanlega gleyptu niðurstöðurnar möglunarlaust.
Það að 13,5% vaxtamunur lánastofnunum í vil sé staðreynd nær engri átt. Þó markaður hér sé lítill, er alveg útilokað að erlendir bankar létu þann gulrófnagarð óáreittan. Þess vegna tel ég að prófessor Þorvaldur sé eitthvað yfir þverslánni með sína sendingu. Á hinn bóginn er 1,9% lánastofnunum í vil jafn fáránleg della því í sama mund og prófessor Hannes spyrnir þessari tölu alldjúpt oní völlinn vel framan við vítapunktinn, lokar hann augunum fyrir því að verðtrygging lána er ekkert annað en vextir og það meira að segja okurvextir.
Mín niðurstaða er sú að prófessor Þorvaldur sé að reka hálfgerðan lygahræðsluáróður fyrir upptöku evru en prófessor Hannes sé að halda uppteknum hætti og rengja sem mest af því sem vinnufélagar hans halda fram með einum eða öðrum hætti.
Mitt mat á vaxtamun hérlendis er, að venjulegur viðskiptavinur banka eða sparisjóðs hér á landi sé að legja sinni lánastofnun til um 9-10% í vaxtamun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.10.2007 | 21:15
Forsætisráðherra í Kastljósi.
Forsætisrðherrann mætti í drottningaviðtal í kvöld. Afskaplega hafði maðurinn lítið til málanna að leggja. Sá skilningur sem ég lagði í þau örfáu orð sem hann þó sagði var að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gæti ekki komið upp um brall Björns Inga varðandi málefni Orkuveitunnar því að um leið kæmu þeir upp um sitt eigið brall. Nýr meirihluti á mikið verk fyrir höndum að reyna að snúa ofan af þessu einkavinahappdrætti sem fyrri meirihluti stofnaði til þar sem svo virðist sem aðeins örfáir miðar hafi verið gefnir út en allir merktir kyrfilega.
Ekki er annað hægt en vorkenna nýjum meirihluta í Reykjavík, að dragast með þennan 6,5% mann, að þurfa að taka við af Sjálfstæðismönnum og sæta hvers kyns afarkostum til að halda frið og völdum í Borginni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2007 | 19:36
Njála.
Í gær og í dag var haldið málþing um rithöfundinn Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm í Þórbergssetri. Torfhildur var dóttir séra Þorsteins Einarssonar prests á Kálfafellsstað í Suðursveit sem þjónaði þar á seinni hluta 19. aldar. Torfhildur var fyrst kvenrithöfunda að gera skriftir bóka og útgáfu að atvinnu sinni. Margir skemmtilegir fyrirlestrar voru þarna fluttir og fjörugar fyrirspurnir og umræður spunnust á milli.
Á málþinginu var upplýst um það að nýr höfundur Njálu væri fundinn. Ekki var getið nafns en að þarna væri um konu að ræða.
Mikið er gott að hreinsa höfuðið og andann af þeirri pólitísku óværu sem riðið hefur öllum fjölmiðlum undanfagra sólarhringa og hlusta á marga helstu postula menningarelítunnar tjá hug sinn um ritverk og persónuna Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)