13.10.2007 | 13:45
Pólitískir orðaleikir.
10.10.2007 | 18:34
Áfengi og kjaramál.
Ég heyrði viðtal við Sigurð Kára Kristjánsson á Bylgjunni áðan. Þar var verið að ræða þingsályktunartillögu um sölu áfengis í matvöruverslunum sem er Sigurði greinilega mjög hugleikin. Umræðan snýst um þetta sérstaka frelsi sem gott og vel, er ágætt út af fyrir sig. Þar er höfðað til auðveldara aðgengis viðskiptavina (neytenda). Annað sjónarmið er auðveldara aðgengi unglinga. Eitt sjómarmið hefur ekki verið reifað mér vitanlega. Það er starfsfólk matvöruverslanana sem oft á tíðum eru unglingar í vinnu með námi sem hvorki mega selja né kaupa áfengi.
Ég heyrði í útvarpi um daginn að kennarar nota þessa unglinga sem viðmiðunarstétt í launamálum. Ef til vill er það engin tilviljun að þessi þingsályktunartillaga Kemur upp núna. Eru ekki kjarasamningar kennara á næsta leiti? Ef matvöruverslunin fær áfengið, missa þessir unglingar vinnuna, kennarar missa viðmiðunarstéttina og verða þar af leiðandi ráðvilltir í kröfugerðum og sveitastjórnirnar verða ofsakátar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2007 | 15:00
Þingtíðindi
Nákvæmlega núna er verið að ræða þingsályktunartillögu um nýsköpunar, hátækni og/eða sprotafyrirtæki í þingsal. Rætt er um skattaívilnanir, styrki og anað slíkt. Svo er náttúrlega mikið rætt um hver átti hugmyndina að því að styðja þurfi við bakið á svona fyrirtækjum í fæðingu og frumbernsku. Leikskólastíll þingmanna er alveg til háborinnar skammar fyrir land og þjóð. Eitt samfellt helvítis pex um keisarans skegg. Tímasóunin er alveg forkastanleg. Nær væri þessu leikskólaliði í sandkassa þjóðarinnar að ræða og taka ákvörðun um þá hispurslausu tilraun til einhvers stærsta þjófnaðar Íslandssögunnar sem borgarstjórnarmeirihlutinn er að fremja, ef undan er skilið bankaránin á ríkisbönkunum hér um árið.
En varðandi stuðning við nýsköpunar og sprotafyrirtæki.
Að sjálfsögðu þarf nýnæmi í atvinnulífi að fá að draga andann, með aðstoð fæðingarlæknis og súrefnis ef þörf er á. Stjórnmálamenn á Íslandi eru bara því miður svo illa að sér eða hræddir um að hagnaður og vöxtur svona fyrirtækja lendi einhversstaðar annarsstaðar en í vasa þeirra eða vildarvina þeirra að þeir þora ekki fyrir sitt litla líf að veita hinum ýmsu litlu hugmyndum brautargengi. Það er fullt af hugmyndum, öðrum en GSM+FARTÖLVUhugmyndum, grasserandi í þjóðfélaginu. Vandamálið er bara, að þessar hugmyndir rekast á hagsmunahorn vildarvina fjárgæslumanna okkar. Hvenær skyldum við fá starfsmenn hjá því opinera sem þora og geta tekið sæmilega vitrænar og skynsamlegar ákvarðanir um atvinnuþróun sem étur ekki upp bæði land og þjóð.
4.10.2007 | 21:28
Stefnumálin rædd.
Ég var einn af þeim sem horfði á umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Kannske er að bera í bakkafullan lækinn, að tjá sig um það hér, en þó. Nokkur orð drepa ykkur varla lesendur góðir.
Eins og fram hefur komið víða, var stefnuræðan fremur efnislítil, orðmörg en innihaldsrýr. Umræðan var á köflum nokkuð jarðbundin og málefnaleg fannst mér. Steingrímur var að vanda, góður þó kannske helst til eintóna. Guðni kom nokkuð þægilega á óvart. Hann kann enn að vera í stjórnarandstöðu og mismælti sig ekki. Það sem uppúr stendur eftir kvöldið, var þessi óaflátanlegi stríðsdans landsogsjávarútvegsráðherrans. Það var eins og hann hefði fengið piparúða í gumpinn áður en hann sté í pontu. Kannske var einhver fótapirringur að hrjá hann kallinn. Leiðinlegt þótti mér að horfa á ráðherrana sem sátu hjá alveg að drepast úr leiðindum samanber fjármálaráðherrann sem leitaði prentvillna í nýjustu skáldsögu sinni nánast allan tímann sem umræðurnar stóðu. Heilbrigðisráðherrann sem augljóslega er orðinn forfallinn spilasjúklingur. Gott fyrir heilbrigðiskerfið að hann trukkprófi þá meferðarstofnun. Leiðinlegast fannst mér auglýsingaherferð iðnaðarráðherrans á íslensku neftóbaki. Veit ekki vesalings maðurinn að það er bannað að auglýsa tóbak. Þetta fannst mér afskaplega klént af honum og í framhaldi af því. Neftóbak er ekki hótinu betra að umbera en vindla eða vindlingareyk. Þess vegna er alveg sjálfsagt að banna notkun þess á sömu forsendum og annað tóbak.
Að lokum. Flóttamannahjálpin sem býður 200.000.- hverjum þeim sem þorir að leggja upp laupana. Þetta er einhver mesti skandall Íslandssögunnar. Er ekki nóg komið af hvatningu til fólks að flykkjast af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið. Hvaða fábjána datt þesi endaleysa í hug? Ég bara spyr.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.10.2007 kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 23:55
Ég spyr um konu.
1.10.2007 | 20:16
Ég hugsa mér að sjálfsögðu mann:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
1.10.2007 | 19:15
Ég ítreka enn.
Í síðustu færslu minni kom ég inná aðferð til að bæta sjómönnum og fiskverkafólki tekjumissi vegna skerðingar á þorskkvóta. Ég birti hana hér aftur og vænti þess að gerðar verði athugasemdir við hana og hún fái að vaxa og verða að veruleika í einhverri mynd.
Nú er orðið ljóst að stjórnvöld telja að niðurskurður þorskheimilda bitni eingöngu á útgerðinni. Þá ályktun dreg ég af þeirri ákvörðun sem liggur fyrir að fella niður veiðigjald af þorskveiðum næstu tö ár. Ég hef áður bent á þá leið að sjómenn og fiskverkafólk fái felldar niður verðbætur á lánum sínum næstu tvö ár. Veiðigjaldið má skoða sem verðbætur á afnot af auðlindinni. Það virðist vefjast illilega fyrir þessari auðvaldssinnuðu ríkisstjórn að það er líka almenningur á Íslandi, ekki bara sægreifar og þotulið. Eini munurinn á verðbótum og veiðigjaldi er sá að veiðgjaldið er innheimt af ríkissjóði og rennur óskipt í hann en hluti verðbóta þ.e. verðtryggðra lána frá íbúðalánasjóði rennur til baka í sjóðinn sem er í eigu ríkisins en verðbætur bankalána renna í vasa vildarvina einkavinavæðingarsinna síðustu ríkisstjórnar og gleymum því ekki að þar fór framsóknarflokkurinn mikinn. Margt ef ekki flest fiskverkafólk og sjómenn skulda íbúðalán og á þeim forsendum væri þetta gott mótvægi fyrir þennan hóp. Veiðigjaldið má líta á sem verðbætur á lán til útgerðarinnar í formi aðgangs að auðlind sjávar þannig að þarna er um mjög sambærilegar mótvægisaðgerðir að ræða.
Ég skora á sjómenn og fiskverkafólk að krefjast niðurfellinga verðbóta á lánum næstu tvö árin.
28.9.2007 | 22:42
Ítrekun.
Nú er orðið ljóst að stjórnvöld telja að niðurskurður þorskheimilda bitni eingöngu á útgerðinni. Þá ályktun dreg ég af þeirri ákvörðun sem liggur fyrir að fella niður veiðigjald af þorskveiðum næstu tö ár. Ég hef áður bent á þá leið að sjómenn og fiskverkafólk fengi ekki felldar niður verðbætur á lánum sínum næstu tvö ár. Veiðigjaldið má skoða sem verðbætur á afnot af auðlindinni. Það virðist vefjast illilega fyrir þessari auðvaldssinnuðu ríkisstjórn að það er líka almenningur á Íslandi, ekki bara sægreifar og þotulið. Eini munurinn á verðbótum og veiðigjaldi sá að veiðgjaldið er innheimt af ríkissjóði og rennur óskipt í hann en hluti verðbóta þ.e. verðtryggðra bankalána renna í vasa vildarvina einkavinavæðingarsinna síðustu ríkisstjórnar og gleymum því ekki að þar fór framsóknarflokkurinn mikinn. Veiðigjaldið má líta á sem verðbætur á lán til útgerðarinnar í formi aðgangs að auðlind sjávar þannig að þarna er um mjög sambærilegar mótvægisaðgerðir að ræða.
Ég skora á sjómenn og fiskverkafólk að krefjast niðurfellinga verðbóta á lánum næstu tvö árin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.9.2007 kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 17:58
Enn um Írak.
Enn syrtir í álinn fyrir hina viljugu meðreiðarsveina vopnaframleiðenda. Það er nefnilega komið á daginn að Saddam karlinn lýsti sig reiðubúinn að hverfa af vettvangi. Það var ekki hægt vegna þess að þá hefði orðið samdráttur og atvinnuleysi hjá stríðstólaframleiðendum. Þá hefðu þeir lygamerðir hjá CIA líklega orðið atvinnulausir líka.
Í staðinn er búið að murka lífið úr hundruðum þúsunda og það sem meira er, vopnaframleiðendur í Bandaríkjunum boðnir og búnir að selja Írökum enn meira af vopnum.
Hvaða kynslóð af hryðjuverkamönnum er Bandaríkjastjórn eiginlega að bjóðast til að styðja í þetta sinn og eftir hvað marga mánuði þarf svo að ráðast inn í Írak svo vopnaframleiðendur geti selt afurðir sínar.
Þetta er enn stutt dyggilega af íslenskum stjórnvöldum.
23.9.2007 | 12:49